Heimili og skóli - 01.02.1959, Blaðsíða 20
14
HEIMILI OG SKÓLI
Fimmtugur:
Theódór
Daníelsson,
kennari
Á kyndilmessu, þann 2. febrúar síð-
astliðinn varð Theódór Daníelsson,
kennari á Akureyri fimmtugur. Hér
verður þessara tímamóta minnst með
nokkrum orðum.
Theódór Daníelsson er fæddur að
Hvallátrum í Breiðafirði 2. febrúar
1909. Foreldrar hans voru hjónin Dan-
íel Jónsson og María Guðmundsdóttir.
Báða foreldra sína missti hann meðan
hann var í barnæsku. Móðir hans lézt,
þegar hann var 4 ára, en faðir hans
drukknaði ásamt elzta syni sínum sum-
arið 1915, þegar Theódór var 6 ára
gamall. Ólst hann upp í Hvallátrum
hjá Ólafi Bergsveinssyni og Ólínu
Jónsdóttur föðursystur sinni ásamt
þrem systkinum sínum.
Hugur Theódórs hneigðist snemma
til mennta, enda hafði hann góða
námshæfileika. Las hann undir skóla
hjá séra Stefáni Björnssyni að Hólm-
um í Reyðarfirði og var einnig á
Skútustöðum í Mývatnssveit og nam
þar hjá Þóri Steinþórssyni og séra Her-
manni Hjartarsyni. Var hann alls á
Skútustöðum í hálft þriðja ár og telur
séra Hermann einhvern mesta mann-
kostamann, er hann hefur kynnzt og
hélzt með þeim innileg vinátta meðan
séra Hermann lifði.
Að loknu þessu heimanámi settist
Theódór í 2. bekk Kennaraskólans
haustið 1930 og tók kennarapróf 1932.
Þá kenndi hann í byggðum Breiða-
fjarðar í 14 ár — lengst í Reykhóla-
sveitinni í 10 ár. Að Glerárskólanum
kom hann 1946 og kenndi þar í 4 ár,
en varð kennari við Barnaskóla Akur-
eyrar 1950, en fluttist þaðan að nýja
Oddeyrarskólanum haustið 1957, þeg-
ar hann tók til starfa. Þetta er í stuttu