Heimili og skóli - 01.02.1959, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKOLI
11
1) Nú rrueli ég. 2) Þú mátt ekki hreyfa þig. 3) Sjáðu, svona ertu. 4) Oj bara!
umar, því að enginn veit hvaða mat
þeir fá á morgun.“ — „Ég skal drekka
mjólk, því að þá verður hár mitt Ijóst
og fallegt.“
Fimm ára börn bera venjulega af
fjögra ára börnum í sjálfstæði og dugn-
aði. Þau geta klætt sig sjálf, þvegið sér,
burstað tennur sínar, en eru þó ekki
orðin svo sjálfstæð að þau geri það án
þess að vera minnt á það af fullorðn-
um. Þau hringla minna úr einu í ann-
að, einkum vegna þess, að nú hafa þau
víðari sjóndeildarhring. Þau geta gert
áætlanir, og unnið að framkvæmd
þeirra. Þetta á bæði við um að klæða
sig, borða, vinna og leika sér.
„Ég“ og aðrir menn.
Þau hafa líka betra yfirlit yfir sig
sjálf en áður. Þeim er það sæmilega
ljóst nú, hvað þau geta og geta ekki.
Þau búa yfir meira sjálfstrausti og eru
hætt að gorta, að mestu. Þau hafa
meiri þolinmæði við verkefni, sem þau