Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 7

Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 7
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 19. árgangur Janúar—Febrúar 1960 1. hefti Trúin á fræðsluna Trúin á fræðsluna, þekkinguna og tæknina er að verða að heimstrúar- brögðum. Ég trúi einnig á allt þetta, en aðeins að vissu marki. „Með þekkingu og ást endurskapa menn heiminn,“ er haft eftir Anatole France. Með þekkingu og kærleika má gjöra góðan og hamingjusaman heim, en ekki með öðru hvoru. Þekk- ingin getur ekki verið án hins víð- sýna og mannlega kærleika, og hinn sami kærleikur getur ekki verið án þekkingarinnar. Trúin á náttúruvís- indin hefur aldrei verið sterkari en í dag. Enda hafa þau vísindi unnið hin mestu kraftaverk á síðustu árum. En alls staðar þar, sem mannsandinn beitir hugviti sínu og snilli af öllurn mætti, gerast kraftaverk. Ef þeirri hugarorku og mannlegri snilli, sem beitt hefur verið til að sigrast á öflum náttúrunnar, hefði verið beitt til að bæta manninn sjálfan, efla góðvild hans, mannskilning, víðsýni hans og umburðarlyndi, væri kannski öðru- vísi umhorfs í heiminum nú en raun ber vitni um. — Þekking er því aðeins dýrmæt, að hún sé í þjónustu góðra, þroskaðra og viturra manna. Einhliða áherzla á fræðslu og þekkingu veldur því, þegar til lengd- ar lætur, að maðurinn vex aðeins í eina átt: vitsmunirnir, höfuðið. Hjartað verður út undan. Tilfinn- ingalífið er vanrækt nú á dögum. En vitsmunalíf og tilfinningalíf verða að falla í einum farvegi. Þau verða að falla hvort að öðru eins og lag og Ijóð, ef vel á að fara. Á meðan mennirnir beizla náttúruöflin og beita þeim fyrir vélarnar, eru hin dýpri rök lífsins og tilverunnar van- rækt. Blöðin, útvarpið og skólarnir eru fyrst og frernst í þjónustu þekk- ingarinnar. Þar fer fram fræðsla og aftur fræðsla. Við megum aldrei van- meta hana, en þegar hugsað er um skóla og heimili, verður fræðslunni alltaf að fylgja markvisst og ábyrgt uppeldi. A öld þekkingar, fræðslu og tækni er venjulega farið í kringum mann- inn sjálfan, einkum hinn andlega mann. Fyrir nokkru átti eitt Reykjavíkur- blaðanna viðtal við merkan, erlendan hljómlistarsnilling, Henry Snowboda. Honum fórust meðal annars svo orð: „Nútíminn stefnir í bili að minnsta kosti frá hjartanum til heilans." Það er engin tilviljun, að þessi orð koma frá listamanni, því að óvíða hafa þessi

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.