Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 12

Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 12
6 HEIMILI OG SKÓLI an tíma í fyrstu til að tala við barnið og hefja sjálfar lestraræfingarnar með varúð. Nær alltaf er nauðsynlegt, að enduræfa einföldustu byrjunaratriði, byrja nógu létt, æfa barnið í hljóð- greiningu og hljóðsamruna stuttra orða. Segja því að flýta sér ekki, reyna að iaga öndunina og draga úr spennu barnsins. Hraði er aukaatriði, hann kemur síðar sjálfkrafa, ef barnið nær tökum á undirstöðuatriðum. Þolin- mæði, skilningur og persónuleg nær- gætni kennarans eru þau atriði, sem sízt má án vera ,þótt vissulega þurfi einnig tæknilega kunnáttu, æfingu og erfiði, ef viðunandi árangur á að nást. Af bókum, sem veita margvíslegan fróð- leik um lestrarnám og kennslu, skulu hér nefndar tvær. Hans-Jörgegn Gjessing: En studie av lesemodenhet ved skolegangens begynn- else. Birte Binger Kristiansen: Læsningens psykologi. Af tímaritum má nefna: Læsepædagogen. Hjálpskolan (sem frá áramótum heitir: Nordisk Tidskrift for specialpedagogik). — Einnig fagtímarit kennarasamtakanna á Norðurlöndum og víðar. Hlaupandi lœkning. Maður nokkur, sem var svo illa kominn, að hann gekk stöðugt með sjálfsmorð í huga, heimsótti frægan sálfræðing. Hann sagði sál- fræðingnum, að hann gæti ekki sofið. Hann væri hættur að geta stundað atvinnu sína. Hann gat ekki meira.Hann var að gefast upp. Sálfræðingnum leizt vel á sjálfsmorðshug- myndina. Hann hélt að það væri eina leiðin út úr þessum vandræðum, og hann stakk upp á því við manninn, að hann skyldi hlaupa sig til dauða. „Þegar þér hafið borðað kvöldverðinn," sagði hann, „skuluð þér segja fjölskyldu yðar, að þér ætlið að fá yður ofurlitla göngu- ferð. Þér eruð um fimmtugt og þar að auki veill á hjarta, svo að það er nokkurn veginn öruggt, að þér fáið hjartaslag við þessa á- reynslu. Og það fær enginn að vita, að það var um sjálfsmorð að ræða.“ Manninum leizt ágætlega á þessa hugmynd. Og þetta sama kvöld byrjaði hann að hlaupa, en lífslöngun hans var þrátt fyrir allt svo mikil, að hann fór að hægja á sér löngu áður en nokkur hætta var á hjartaslagi. Hann gekk heim, og í næsta skipti í rnarga mánuði svaf hann vært þessa nótt. Næsta kvöld reyndi hann aftur, en það fór á sömu leið. — Enn ágætur svefn. Næsta kvöld leið honum svo vel, að hann óskaði þess að verða níræður. Hann valdi frelsið. Ungur maður, sem orðinn var þreyttur á að vinna stöðugt hjá öðrum, stofnaði eigin verzlun. Nokkru síðar var hann spurður að því af einum vina sinna, hvernig honum lík- aði að vera sinn eigin húsbóndi. „Það skal ég segja þér,“ mælti hann. „Lög- reglan bannar mér að skilja bílinn minn eftir utan við mína eigin skrifstofu. Skattstofan segir mér fyrir um það, hvernig ég eigi að færa mínar eigin bækur. Bankinn ákveður, hve mikið ég má taka út úr mínum eigin reikningi. Verðlagsstjórinn skipar fyrir um, hve hátt ég má selja mínar eigin vörur. Við- skiptamenn mínir segja mér fyrir um það, hvernig vörurnar eigi að vera, og endurskoð- endur skipa svo fyrir, að ég eigi að hafa þre- falt bókhald. Og svo ofan á allt þetta er ég kvæntur." Fyrir skömmu fékk Eisenhower bréf frá 12 ára skóladreng: Kæri herra forseti! Mig langar til að spyrja, hvort það standi í lögunum, að kalla megi skólakennara í herinn. Ef þetta er í lögum, langar mig til að benda yður á, að ég veit um einn, sem ekki hefur verið kallaður til herþjónustu. Hann heitir James Smith og er 26 ára gamall. Með fyrirfram þakklæti.“

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.