Heimili og skóli - 01.02.1960, Qupperneq 14

Heimili og skóli - 01.02.1960, Qupperneq 14
8 HEIMILI OG SKÓLI Áse Cmicla Skcml: fiuers megum vi& vœnta af börnum cí mismunandi œviskeihum? (Framhald.) Drengirnir, sem eru að komast í mútu. Eins og hjá stúlkunum, hefst gelgju- skeið drengjanna með nýju vaxtar- skeiði. En drengirnir eru þar seinna á ferð en stúlkurnar. Á 11—14 ára aldr- inum eru drengirnir venjulega minni vexti en jafnaldrar þeirra meðal telpnanna, og um leið óþroskaðri á mörgum sviðum. Að meðaltali hefst kynþroskaaldurinn tveimur árum síð- ar hjá drengjum en stúlkum. En á þessu er þó mikill munur innbyrðis meðal drengjanna. Nokkrir þroskast snemma, aðrir seint. Við skulum líta á drengi í 7. bekk, með öðrum orðum fermingardrengi. Sumir eru langir og slánalegir, nálega eins og fulltíða menn, en sumir eru aftur smápattar. Hjá drengjum hefst venjulega mjög ör líkamlegur vöxtur og þroski á aldr- inum 13—14 ára. Fætur, fótleggir og handleggir vaxa fyrst. Buxnaskálmarnar verða fljótt of stuttar, og hendurnar standa langt fram úr ermunum. Skórnir verða of litlir og alltaf tognar úr fótunum. Einkennandi fyrir þetta aldursskeið er lýsingin á Lars: Hann situr við að lesa lexíurnar sínar, og svo hringir síminn. Hann sprettur hart á fætur, svo að blekbyttan veltur um koll. Hann rekur sig í stólfótinn, svo að nærri liggur að bæði hann og stóllinn detti á gólfið. Hann grípur heyrnar- tólið á skrifborði föður síns svo klaufalega, að allt símtækið dettur á gólfið með miklum hávaða og undir- gangi. Og þegar hann loksins getur svarað í símann er hann orðinn óstyrkur, rjóður í andliti og skapið ekki í bezta lagi. Það bætir heldur ekki úr skák, að systir hans'skellihlær miskunnarlaust að öllum þessuni óför- um. Nei, það er ekkert gaman að ráða við þessa löngu og óstýrilátu limi, sem eru orðnir miklu lengri en pilt- arnir hafa átt að venjast, syo og alla vöðvana og taugarnar, sem halda ekki heldur lengur hinu eðlilega samstarfi. Og þó er einna verst að ráða við röddina. Hún getur hlaupið af einum tóninum á annan. Aðra stundina get- ur hún verið björt barnsrödd, en hina stundina minnt á karlmannsrödd. Hún lætur ekki að neinni stjórn. Það er byrjað á setningunni með djúpri rödd, en allt í einu brestur luin og er komin yfir á bjarta tóna: þetta veldur drengjunum öryggis- leysi. Það er aldrei hægt að vita, hvernig það tekst að koma út úr sér setningu. Allar þessar breytingar hafa það í för með sér, að drengurinn veitir sjálfum sér miklu meiri athygli en

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.