Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 15

Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI 9 ella. Honum er það átakanlega ljóst, hversti klunnalegur og klaufskur hann er. Hann veit t. d. ekkert, hvað hann á að gera af liöndum sínum, og það gengur illa að fá þær til að vera kyrrar. Það er svo mikil ókyrrð yfir öllum líkama hans. Aðra stundina hamast hendurnar í hárinu á honum, hina stundina nuddar hann á sér nef- ið eða kinnina. En síðasta, og kannski bezta, úrræðið er að stinga þeirn í buxnavasana. Drengur á þessum aldri verður miklu viðkvæmari fyrir athygli ann- arra en nokkru sinni áður. Og svo verður hann enn þá klaufalegri, þeg- ar hann verður þess var, að aðrir horfa á hann. Það getur blátt áfram orðið honum kvalræði að ganga yfir gólfið og upp að skólatöflunni í við- urvist alls bekkjarins. En það er aftur undravert, hvernig hann gleymir sjálfum sér og öllum verulegum eða ímynduðum áhorfendum, þegar eitt- hvað hrífur hug hans, t. d. íþróttir. Þar nær íþróttin, hver sem hún er, al- gjöru valdi á honum. Þess vegna eru íþróttaiðkanir mjög nauðsynlegar drengjum á þessum aldri. Jafnhliða hinni öru hækkun og radd- breytingunni, gerist einnig ýmislegt annað. Húðin tekur miklum breyt- ingum, verður grófari. Það er mjög algengt að drengir fái graftrarbólur í andlitið og dökka bletti til og frá um húðina. Rétt mataræði, mikið græn- metisát, ferskt loft, sólskin, íþróttir o. fl., hafa þarna góð og bætandi áhrif, en annars er rétt að leita læknis, ef þessir húðkvillar verða miklir. Þeir geta einmitt á þessu tímabili, þegar drengurinn hefur allan hugann við sjálfan sig, leikið rnjög óheppilegt hlutverk. Drengur með graftrarbólur, eða aðra kvilla, festir hugann ósjálf- rátt svo mikið við þessa smámuni, að hann þjáist af. Honum þykir, sem all- ir horfi einmitt á þetta eina, en taki ekki eftir neinu öðru. Þetta getur orð- ið að eins konar martröð. Drengurinn svarar út í hött, hann getur ekki áttað sig á sjálfsögðum hlutum, þegar hann á að svara kennaranum. Honurn líður illa. Þá eru ekki síður truflandi þær breytingar, sem verða á kynfærum og kynlífi drengsins. Það er ákaflega mikilvægt að honum séu gerðar ljósar þessar breytingar og hvað hann á í vændum í þessum efnum. Það léttir honum erfiðleikana, að fá glögga og skynsamlega fræðslu um það. Annars getur margt það í kynlífi hans, sem fram kemur á næstu árum, valdið honum kvíða og áhyggjum, jafnvel

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.