Heimili og skóli - 01.02.1960, Page 18
12
HEIMILI OG SKÓLI
það oft, þegar tilfinningarnar eru
heitar og djúpar, en orðin fátækleg.
Við heilsuðumst ög föðmuðum
hvor annan feimnislega, svo heyrði
ég mína eigin rödd segja, að mér virt-
ist kuldaleg: „Ertu nú viss um, að þér
sé batnað, pabbi?“
„Auðvitað, mér líður prýðilega,"
sagði hann — en ég fann sjálfur til í
hjartanu, er ég sá, hve hann leit illa
út. En hugur hans var enn jafn æsku-
glaður og ólamaður. Þar sáust engin
ellimörk, þótt hann væri kominn yfir
sjötugt, en þó að rödd hans væri karl-
mannleg og hressileg, leyndi það sér
ekki, að hann var sjúkur. Ástæðan
fyrir því, að liann reyndi að leyna því,
var eingöngu sú, að hann vildi forða
okkur frá áhyggjum. Eg fann grát-
kökk koma í hálsinn á mér, þegar ég
gekk á eftir honum út að bifreiðinni.
Við þögðum öll á leiðinni heim.
„Jæja, drengur minn,“ sagði pabbi til
að rjúfa þögnina. „Hvernig gengur
það með atvinnu þína?“
„Alveg prýðilega, — en verzlunina
lijá þér?“
„Prýðilega.“
Og aftur luktist þögnin um okkur.
Ekkert rauf hana nema urgið undan
vagnhjólunum.
Þegar við beygðutn upp á veginn,
sem lá heim að bernskunheimili
mínu, tók hin slæma samvizka mín
að tala til mín. Ég og hinar fjórar
sýstur mínar höfðum fyrir löngu flog-
ið úr hreiðrinu, svo að pabbi varð að
vera aleinn í þessu stóra og allt of
kyrrláta húsi. Eftir að mamma dó
liafði hann verið mjög einmana. Þeg-
ar ég sá gamla, kæra grasblettinn okk-
ar í vanrækslu, varð samvizkubit mitt
enn sárara. Mér varð hugsað til lið-
inna daga, þegar ég sá um að blettur-
inn var alltaf nýsleginn og fagur, og
ég minntist þess, hve faðir minn hafði
hrósað mér mikið fyrir þessa um-
hirðu, þegar hann kom heim frá
verzluninni. Þá sáturn við úti á svöl-
unum á löngum sumarkvöldum og
ræddum um framtíð mína. En hvað
ég óskaði þess nú heitt að geta sagt
honum hve mikilvæg þau kvöld höfðu
verið mér!
Ég held að pabba hafi eitthvað
grunað, hvað ég var að hugsa urn, en
í sama bili nam vagninn staðar fram-
an við húsdyrnar og pabbi sagði:
„Jæja, nú verðum við víst að byrja
á því að þvo okkur, áður en við göng-
um til morgunverðar.“
Síðari hluti dagsins leið í kyrrð og
friði. Ég gekk með föður mínum og
Jóni litla niður að ströndinni, þar
sem við feðgarnir höfðum átt margar
hamingjustundir í gamla daga. Við
töluðum varla um annað en fiski-
veiðar.
Um kvöldið háttuðu þau snemma
kona mín og Jón litlL
Við feðgarnir settumst út á svalirn-
ar og horfðum á bílaljósin, sem þutu
fram hjá. í birtu þeirra var eins og
grindurnar um garðinn okkar tækju
einnig á rás í öfuga átt. Tunglið kom
upp lítið eitt til vinstri við gamla píl-
viðinn okkar. „Þegar tunglið er kom-
ið beint yfir toppinn á trénu,“ hugsaði
ég, „ætla ég að segja pabba allt, sem
mér býr í brjósti.“
Mig langaði til að þakka honum,
ekki aðeins fyrir allt það, sem liann
hafði neitað sér um vegna okkar syst-
kinanna, heldur einnig allar ógleym-