Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 21

Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI 15 GÍSLI GOTTSKÁLKSSON FÁEIN MINNINGARORÐ. Þann 4. jan. s.l. lézt í Landsspítal- anum Gísli Gottskálksson kennari, bóndi og verkstjóri í Sólheimagerði í Skagafirði. Hann er fæddur að Bakka í Hólmi þann 27. febrúar árið 1900 og var því tæplega sextugur er hann andaðist. Hann var sonur Gottskálks bónda Egilssonar á Bakka, en móðir hans var Salóme Halldórsdóttir Ein- arssonar, en Halldór var albróðir Indriða Einarssonar skálds. Gísli ólst upp með móður sinni og afa á Syðstu- grund í Blönduhlíð og þótti snemma vaskur maður. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vor- ið 1919. Hóf hann þá kennslu í heimasveit sinni, en fór síðan í kenn- araskólann og lauk prófi þaðan vorið 1934, og hefur síðan stundað kennslu í Akrahreppi óslitið til dauðadags. — Vorið 1931 kvæntist hann úrvalskonu, Nikolínu Jóhannsdóttur frá Úlfs- stöðum í Skagafirði. Eignuðust þau 5 mannvænleg börn, sem öll eru upp- komin. Þau hjón reistu bú árið 1934 að litlu og fátæklegu koti, Sólheimagerði Meira að segja áður en hann lagði hönd sína á öxl okkar og sagði: „Góða lerð, drengir mínir," var mér fullkomlega ljóst, að ég, án þess að mæla orð af vörum, hafði sagt hon- um, hve innilega vænt mér þótti um liann. — Hann hafði skilið mig. Þýtt H. J. M. í Blönduhlíð, en nú hafa þau gert kot þetta að stórmyndarlegu býli, þar sem allt ber vott um fágætan dugnað, snyrtimennsku og myndarskap. Eins og áður getur, hefur Gísli ver- ið kennari í Akrahreppi samtals í rúm 30 ár og haft hvers manns traust. En auk þess hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, og með- al annars verið sýslunefndarmaður fyrir Akrahrepp frá 1948. Þá hefur hann verið verkstjóri við ríkisvegi í Skagafirði frá 1934. Er ótrúlegt, hve Gísli hefur verið afkastamikill. Enda var hann fágætlega duglegur atorku- maður. En við það má bæta, að kona hans er mikil búkona og börnin hafa sótt dugnaðinn til foreldra sinna. Gísli var rúmlega meðalmaður á hæð, hetjulegur í allri framgöngu, alltaf glaður og reifur, skáldmæltur vel, allra manna greiðviknastur og gestrisinn í bezta lagi, ágætlega vel gefinn og drengur hinn bezti. Hann var einn af þeim, sem ólst upp við mikla vinnu, spatlsemi og nýtni, en átti traust og gott menn- ingarheimili. Allt þetta varð honum góður skóli, er reyndist honum drjúg- ur til hamingju. Eins og áður segir, var Gísli mikill gleðimaður eins og fleiri frændur hans, en hann var einn- ig alvörumaður og gekk að öllunr hlutverkum sínum með festu, trú- mennsku og drengskap, hvort sem hann var að kenna börnum eða leggja nýja vegi. Þessi starfsglaði og góði

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.