Heimili og skóli - 01.02.1960, Page 24

Heimili og skóli - 01.02.1960, Page 24
18 HEIMILI OG SKÓLI ur þessarar andúðar vart, þó að móð- irin leitist við að dylja hana. Af eðlis- ávísun sinni verður barninu Ijóst, að það skipar ekki æðsta sess í hjarta móður sinnar, að hún tekur aðrar persónur eða málefni fram yfir það. Truflanir á tilfinnino-um 02; siðsfæði o 00 margra óskilgetinna barna má rekja til þessarar rótar. Þá veldur og fæðing barns mikilli breytingu á stöðu eldri systkina, eink- um hins næsteldra. Hvítvoðunourinn o situr fyrir umhyggju móðurinnar, hann verður að vissu leyti miðdepill fjölskyldulífsins og þrengir þannig eldra systkini í útjaðarinn. Þetta veld- ur sársauka og getur vakið ákafa af- brýði hjá barninu. Stundum brýzt afbrýðin fram sem ofbeldi gagnvart hvítvoðungnum, en algengara er þó að barnið bæli hana hið innra með sér og hætti jafnvel að leita eftir ást móðurinnar. Því finnst hún hafa brugðist sér. Dæmi eru til, að börn bíði af þessu varanlegan hnekki, taki að stama, væta rúm, vanrækja nám og vantreysta sér á ýmsa lund. Það ber líka ósjaldan við, að for- eldrar leggi ofurást á eitt barn, en sýni öðru tómlæti og jafnvel kulda. Hlýr föðurfaðmur stendur annarri telpunni sífellt opinn, en hinni er stjakað burt. í ofurást sinni miklar faðirinn fyrir sér kosti eftirlætisbarns- ins, en sér fátt gott í fari hins. Smám saman fer barnið að loka sig inni í sjálfu sér og vantreysta sér á ýmsan hátt. Hér er ljóst dærni um það úr dagbók unglingsstúlku: — Ég kom langt á undan þem nið- ur í skip. Það voru einhverjir kallar hjá pabba. Hann rétt heilsaði mér og talaði svo ekki meira við mig allan tímann. En þegar Anna kom. Já, þá kom nú annað mál í strokkinn! Hann talaði við hana um alla heima og geima með Anna mín í öðru hvoru orði. Mér þótti þetta mjög leiðinlegt og ég opnaði heldur ekki munninn allan tímann. . . . Mér finnst eins og allir í fjölskyldunni líta á mig eins og eitthvert úrhrak, eða svarta sauðinn í fjölskyldunni. Ekki þann, sem strýkur að heiman og lifir í glaumi og gleði stórborgarlífsins, nei, svo gott er það ekki, heldur eins og einhvern dug- lausan aumingja. ... Ég er mjög feimin, mig langar til að segja þér allt ,allar hugsanir mínar og tilfinn- ingar, ef ég get þá veitt þeim útrás, en það er það, sem ég á svo erfitt með, það er eins og allt standi fast einhvers staðar í hjartanu.... Ég stama og hef gert það síðan ég var lítil, það hefur alltaf farið versnandi í staðinn fyrir batnandi. . . . Þessi vitnisburður þarfnast engra skýringa. Ég vil aðeins bæta því við, að samkvæmt nákvæmum rannsókn- um sérfræðinga sprettur stam stúlk- unnar ekki af líkamsgalla, heldur af sálrænni orsök. Slík truflun á tilfinningatengslum barns og foreldris á sér margvísleg til- brigði, sem öll eru þróun tilfinninga- lífsins hættuleg. Óskorað trúnaðar- traust barnsins víkur fyrir ugg smæð- arkennd og tortryggni. Ef þetta gerist hjá mjög ungu barni, leiðir það í op- inn háska. Með vaxandi þroska verð- ur barnið sjálfstæðara og tilfinninga- líf þess í betra jafnvægi. Þá fer smám saman að slakna á hinum sterku til- finningatengslum, sem voru megin-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.