Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 25

Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 25
HEIMILI OG SKÓLI 19 Magnús Pétursson, kennari, sjötugur Þann 26. febrúar s.l., varð Magnús Pétursson, kennari við Barnaskóla Akureyrar, sjötugur, og er þó ekki á honum að sjá, að hann hafi náð þeim aldri. Hárið er að vísu orðið hvítt, en enn hleypur hann við fót jafnvel upp kirkjutröppurnar og upp alla Syðri brekkuna á Akureyri, því að þar á hann heima. Þegar Magnús varð fimmtugur, skrifaði ég um hann greinarkorn í þetta rit og rakti þar ætt hans og upp- runa, svo og nokkur æviatriði hans, og verður því að mestu sleppt hér. — Ævi Magnúsar hefur verið skemmti- legt ævintýri, eins og ævi margra þeirra fátæku og umkomulitlu sveita- pilta, sem voru að alast upp um síð- ustu aldamót. Þrátt fyrir fátækt, aflaði hann sér furðu haldgóðrar menntun- ar og valdi sér ævistarf. Sú menntun hefði þó hrokkið skammt, ef hann hefði ekki búið yfir óvpnjulega mikl- þættir í lífi þess ungs. í brjósti barns búa hlið við hlið verndarþörf og sjálf- stæðishvöt. Róleg ást foreldra er þess ein umkomin að vekja barninu þá ör- yggiskennd, sem það þráir, og að veita vaxandi vilja þess nauðsynlegt svigrúm til athafna og sjálfstæðis. Ég stóðst ekki þá freistingu að taka þennan stutta kafla úr grein prófess- orsins, og þá meðal annars í því trausti að lesendur Heimilis og skóla vilji fá meira að heyra og kaupi bók- ina. — Ritstj. um mannkostum, sem gerðu nám hans á Hvítárbakka og ýmsum námskeið- um, að haldgóðu veganesti í vanda- sömu ævistarfi. Magnús valdi sér kennarastarfið, og Magnús Péturssun kennari. þá sérstaklega tvær greinar þess: fim- leika og handavinnu drengja. Hann var íþróttamaður ágætur fram eftir öllum aldri. Hafði fimleikaflokka, auk þess sem hann kenndi í barna- skólanum. Og þar var nú líf í tuskun- um. En það, sem hefur gert Magnús að úrvalskennara er þó ekki fyrst og fremst kunnátta hans, þótt ágæt væri, heldur skaplyndi hans. Sumir halda, að það þurfi einhverja óvenjulega hörku til að stjórna börnum og ungl- ingum. En ljúfmennska og glaðværð Magnúsar reyndist þar giftudrýgri.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.