Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 26
20
HEIMILI OG SKÓLI
Ég hef unnið með Magnúsi í 30 ár.
Lengst sem samkennari hans, en síðar
sem skólastjóri. Og ég hef aldrei vitað
'til þess að nokkru sinni hafið hlaupið
hin minnsta snurða á þráðinn í sam-
búð hans við nemendur sína. Dreng-
irnir hans, sem eru orðnir nokkuð
margir, hafa allir virt hann og ég veit
ekki annað en þeim hafi öllum þótt
vænt um hann. Þetta er góð einkunn
að leiðarlokum. Ég hef ekki þekkt
meiri þegnskaparmann en Magnús
vin rninn. Þegar eitthvað þurfti að
gera, einhverju að kippa í lag, sem af-
laga fór, rakst maður ætíð á útrétta
hönd Magnúsar. Og aldrei hittir mað-
ur Magnús öðruvísi en brosandi. Enda
hefur hann verið hamingjumaður.
Hann átti ágæta konu, ’ Guðrúnu
Bjarnadóttur, ættaða úr Húnaþingi.
Hjónaband þeirra var óvenjulega far-
sælt. Þau eignuðust 6 börn. Fimm
pilta og eina stúlku. Barnalán þeirra
hjóna hefur verið mikið. Öll þessi
btirn hafa menntast og mannast og
eru hið ágætasta fólk.
Magnús átti við nokkra fátækt að
búa á meðan börnin voru að komast
upp, en heimilið var þó alltaf fullt af
lífsgleði. Hið svokallaða barnalán er
sannarlega engum tilviljunum háð.
Það má segja, að Magnús beri ell-
ina vel. Raunar finnst mér hann alls
ekki vera gamall. Hann er varla rosk-
inn. Hann missti Guðrúnu konu sína
fyrir nokkrum árum, en er nú kvænt-
ur Margréti Jónsdóttur skáldkonu.
Magnús er nú víst dæmdur úr leik
næsta haust eftir 36 ára farsælt starf,
sem fastur kennari við Barnaskóla
Akureyrar, og hefur enginn kennari
starfað þar lengur. Barnaskóla Akur-
eyrar á Magnúsi Péturssyni margt að
þakka, og við samstarfsmenn hans
einnio;. Maa,nús verður vafalaust gam-
all maður að árum, en ég held að hann
verði alltaf ungur í anda og fasi.
Fyrir mína hönd, samstarfsmanna
þinna, en síðast en ekki sízt fyrir hönd
Barnaskóla Akureyrar, þakka ég þér
öll þessi mörgu og góðu ár. í>ú áttir
þinn þátt í að gera þau svo góð. Þetta
verður að nægja þangað til þú verður
áttræður.
H. J. M.
Frá útgefendum
Heimili og skóli hefur vafalaust
verið eitt ódýrasta tímarit á Islandi,
en nú er óhjákvæmilegt að hækka það
upp í 35 krónur. Þetta eru kaupendur
og útsölumenn beðnir að athuga.
Það má enginn vita það.