Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 27
HEIMILI OG SKÓLÍ
21
Steinþór Jóhannsson, kennari, sjötugur
' Þegar ég kom að Barnaskóla Akur-
eyrar haustið 1930, kynntist ég mörgu
óvenjulega góðu og duglegu fólki í
kennaraliði skólans. Einn af þeim var
Steinþór Jóhannsson kennari. Hann
er fæddur 3. janúar árið 1890 að
Garðsá í Eyjafirði. Foreldrar hans
voru þau hjónin Jóhann Helgason
bóndi og kona hans Þóra Árnadóttir.
Og þarna í hinum kyrrláta dal ólst
Steinþór upp og hefur æ síðan borið
svipmót þessa hljóðláta og yfirlætis-
lausa dals. Hann lauk prófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri vorið
1912. Þá gerðist hann farkennari í
sveitum Eyjafjarðar allmörg ár, en ár-
ið 1926 settist hann í Kennaraskóla
íslands og lauk jraðan prófi 1928.
Haustið 1930 var Steinþór skipaður
kennari við Barnaskóla Akureyrar og
kenndi þar rúm 20 ár við ágætan orð-
stír.
Steinþór er smiður góður og stund-
aði oft smíðar á sumrin, en að vetrin-
um sinnti hann engu öðru en
kennslustörfum, og sýndi þar fágæta
samvizkusemi og skyldurækni. Það er
enguni gert rangt til, þótt ég segi, að
ég þekki engan, sem tekur Steinþóri
fram í þeim dygðum. Eftir meira en
tveggja áratuga samvinnu virði ég og
met Steinþór Jóhannsson umfram
flesta aðra, sem ég hef kynnzt á lífs-
leiðinni, og er þá mikið sagt. Auk fá-
gætrar skyldurækni og samvizkusemi
í starli, var Steinþór hinn ágætasti
félagi. fafnan hógvær og glaður, smá-
kíminn, en mælti aldrei ámælisorð í
garð nokkurs manns. Reglusemi
Steinþórs í öllum stöffum var fágæt.
Þar var hver hlutur á sínum stað, og
hvert verk unnið á sínum tíma. Allt
var rækilega undirbúið, þegar starf
hófst á hverjum morgni, enda hvíldi
alltaf rósemi yfir starfi bekkjarins —
ekkert fum eða flýtir. Þessi vinnu-
brögð verka vel á börn og unglinga.
Þá mun ljúfmennska hans og góð-
vild engum úr milli falla, sem hefur
kynnzt honum.
Steinþór kvæntist árið 1927 Sig-
rúnu Ingimarsdóttur frá Litla-Hóli í
Eyjafirði. Þau eiga tvö mannvænleg
börn, Bryndísi húsmæðrakennara og
Örn prentara. Ég árna Steinþóri allra
heilla á þessum tímamótum, bæði fyr-
ir mína hönd og Barnaskóla Akureyr-
ar og óska honum langra og farsælla
lífdaga. H. J. M.