Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 9

Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 9
Heimili og skoli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 21. árg. Janúar—Febrúar 1962 1. hefti GYLFI Þ. GÍSLASON, menntamálaráðherra: ylfmœliskve&ja Engrar kynslóðar, sem byggt liefur þessa jörð, getur búið bjartari framtíð en þeirrar, sem nú er að vaxa upp. Ný þekking hefur fært manninum í svo ríkurn mæli aukið vald yfir öflum náttúrunnar og umhverfi sínu, að auð- legð hans og öryggi á að geta vaxið stórum. Samt erum við ekki sannfærð um, að svo fari. Við erum ekki viss um, að velmegun og hamingja sigli í kjölfar þeirra sigra, sem skynsemi mannsins hefur unnið. Við óttumst, að þeir gætu einnig leitt til eyðilegg- ingar og óhamingju. Hvers vegna? Ástæðan er sú, að maðurinn hefur ekki þroskazt að sama skapi og hann hefur vitkazt, að góðvild hans og ábyrgðartilfinning hefur ekki vaxið í sama mæli og þekking hans og skiln- ingur. Sú kynslóð, sem nú er fulltíða, skilar að vísu í hendur hinni næstu betri skilyrðum til að njóta hagsældar og menningar en nokkur önnur. En hún lætur hana jafnframt í meiri óvissu um örlög sín en allar þær kyn- slóðir, sem á undan eru gengnar, nema því aðeins að það takist að efla með henni þá eiginleika, sem einir geta tryggt, að tækniframfarir verði til góðs eins, þ. e. mannkærleika og um- burðarlyndi. í þessu er fólgin ríkasta skylda okk- ar við þá, sem á eftir koma. Hvernig getum við reynt að rækja hana? Það er bjargföst skoðun mín, að í þjóðfélagi okkar séu tvær stofnanir, sem eigi að vera og hljóti að verða höfuðvettvangur viðleitni í þessa átt. Þessar stofnanir eru heimili og skóli, einmitt þær stofnanir, sem þetta rit kennir sig við og helgar starf sitt. Af þessum sökum er mér það ánægja að

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.