Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI
3
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Heimili og skóla er það ánægjuefni að
geta tilkynnt lesendum sínum nú á 20
ára afmæli ritsins, að Sigurjón Björnsson
sálfræðingur hefur tekið að sér að rita
greinaflokk fyrir ritið um ýmis efni, sem
birtast mun í næstu heftum. Sigurjón
er einn af hinum yngri sálfræðingum,
hámenntaður og víðsýnn. Hann er nú
forstöðumaður sálfræðideildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur. — Ritslj.
Mannfólkinu má líkja við tré í
skógi. Sum eru þar bein og hávaxin
með fagurt laufskrúð, önnur lágvaxin.
Mörg eru kræklótt, visin með kalsár-
um. . . .
Þannig er mannfólkið. En góður
skógræktarmaður leitast við að hiú að
gróðri sínum og skapa öllum trjám
sem bezt vaxtarskilyrði. Hann færir
ungar plöntur úr stað, sé of þröngt um
þær, dimmt eða kalt. Hann grisjar
skóg sinn og heggur burt fúna kvisti.
Hann rannsakar jarðveginn og sé hann
ófrjór, gefur liann áburð.
Líkingin með mannfólki og skógi,
uppeldisstarfi og skógrækt er ekki ný.
Margir hafa notað hana í ræðu og riti.
Og eitt munu flestir ræðumenn og rit-
arar vera sammála urn: skógur mann-
vangur, þar sem skólamenn og forsjár-
menn bama geta rætt og ritað um
vandamál sín og hugðarefni, til hag-
ræðis og þekkingarauka þeim, er lesa
ritið og öðrum, sem hlut eiga að máli.
lífsins er furðulega vanræktur. Annað
vekur og furðu: menn eru undarlega
sljóir fyrir nauðsyn þess að rækta
mannlífið. Þó eru kræklóttu trén og
kalviðirnir fleiri en auga verði á kom-
ið. Hvarvetna blasa við „meinleg ör-
lög“, óhamingja og vansæld. Engu er
líkara en fjöldinn allur haldi, að þetta
sé óumflýjanlegt mannlegt ldutskipti
og hljóti að verða svona.
Oft er um það rætt, að íslenzka
þjóðin sé of fámenn. Og ekki er mér
grunlaust um, nema stundum kunni
að bera á einhverri vanmetakennd hjá
okkur vegna mannfæðar. Hér er mikill
misskilningur á ferðinni. Mannfjölg-
un er því aðeins góð, að hver ein-
staklingur sé heilbrigður og fái notið
sín. Það er hrapallega rangt að leggja
stærðarmat á þjóð. Hún verður ein-
ungis metin eftir gildi sínu, manngildi
sínu og það stendur ekki ávallt í réttu
hlutfalli við höfðatölu. Manngildi get-
ur jafnvel staðið í öfugum hlutföllum
við mannfjölgun, — hið síðarnefnda
kann að verða á kostnað hins fyrra.
Mannrœkt