Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 14
6
HEIMILI OG SKÓLI
sér ákveðnar uppeldisreglur, í sam-
ræmi við þá manngerð, sem hann vildi
skapa, og fylgja þeim fast eftir. Sál-
fræðingar þessarar stefnu fylltu for-
eldra með reglum og ráðleggingum.
Allmjög hefur þetta breytzt á síð-
ustu árum. Vissulega eru góðar og
vandaðar mælingar og vel gefin ráð
alltaf góðra gjalda verð. En það er
ekki nóg. Nú er til þess ætlazt af sál-
fræðingum, að þeir séu reiðubúnir að
skilja einn og annan geðrænan vanda,
sem steðjar að einstaklingum, fjöl-
skyldum og stærri liópum. Og þegar
tíðarandinn hefur þannig snúizt um
hálfan hring, taka sálfræðingar að
dusta rykið af gamalli speki, sem af-
lögð hafði verið á dögum raunvísind-
anna. Og það er furðulegt, hvað kom-
ið getur í leitimar. Nú rifjast t. d.
upp fyrir mönnum, að það er ekki
verri latína en áður fyrr, að gefa sér
góðan tíma til að hlusta á aðra, reyna
að setja sig í spor annarra og skilja að-
stæður þeirra sem hleypidómalausast.
Enda þótt þær hugsanir, sem ég hef
sett hér fram, séu æði brotakenndar og
stuttaralegar, ætti lesandanum samt
engu síður að verða nokkuð ljóst,
hvaða stefnu ég aðhyllist í uppeldis-
málum.
í næstu heftum af Heimili og skóla
munu birtast nokkrir smáþættir um
uppeldismál. Verða þar rædd ýmis at-
riði, sem mér virðist að einna mestu
máli muni skipta í sambandi við fjöl-
skyldumál og uppeldi barna. Reynt
verður að leggja áðurnefnd sjónarmið
til grundvallar því, sem þar verður
sagt.
ÚR BRÉFI
„. . . . Ég kom því ekki í verk að
senda Heimili og skóla greinarkorn að
þessu sinni, en vil þó ekki láta hjá
líða að þakka ykkur, sem hafið borið
hita og þunga af útgáfu ritsins í 20 ár.
Á meðan ég átti heima á Eskifirði
studdi ég Heimili og skóla örlítið með
því að vinna að útbreiðslu þess. Síðan
hef ég ekki, því miður, veitt ritinu það
] ið, sem vert væri, en það stafar ekki
af því, að ég viðurkenni ekki tilgang
þess og þjónustu.
Heimili og skóli er þarfur tengilið-
ur á milli foreldra og kennara, heimila
og skóla, og hlýtur að stuðla að gagn-
kvæmum skilningi. Ritið hefur á liðn-
um árum flutt margar merkar greinar
um skóla- og uppeldismál og þarfar
hugvekjur til kennara og foreldra.
í orðsendingu Heimilis og skóla
vegna afmælisins, er látinn í ljós efi
um, að ritið eigi sér vini. Ekki trúi ég
öðru en vinir þess fyrirfinnist margir,
en hitt er sennilegra, að þeir gleymi að
sýna það í verki sem skyldi og er það
miður. Tómlæti um góð málefni hef-
ur löngum verið þeim fjötur um fót.
Kennurum og foreldrum ber að
þakka Heimili og skóla veitt lið í þágu
skóla- og uppeldismála á liðnum árum.
Það er ósk mín til afmælisbamsins,
að það eigi langan aldur fyrir höndum
og vökula baráttu fyrir betri uppeldis-
háttum og mikilli samvinnu heimila
og skóla. Þökk fyrir liðin ár.
Reykjavík 4. janúar 1962.
Skúli Þorsteinsson.