Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 18
10
HEIMILI OG SKÓLI
Fimmtugur:
• •
Orn
Snorrason
kennari
Það er stórt orð fimmtugur, og ég
trúi því \arla, að Örn Snorrason hafi
náð þeim aldri, þessi síglaði og glettni
húmoristi, sem getur með einni setn-
ingu komið hvaða drumb sem er í gott
skap. Og þó, ef það er rétt, og það er
víst alveg rétt, að Örn sé fæddur 31.
janúar árið 1912, þá hlýtur hann að
vera fimmtugur. Örn er fæddur á Flat-
eyri við Önundarfjörð og ólst þar upp
með foreldrum sínum, Snorra Sigfús-
syni skólastjóra og konu hans Guð-
rúnu Jóhannesdóttur. Hann stundaði
nám í Menntaskólanum á Akureyri og
tók þaðan stúdentspróf vorið 1933. Að
því loknu innritaðist hann í Háskól-
ann, lauk þaðan heimspekiprófi og sat
einn vetur í guðfræðideildinni. En þá
settist hann í Kennaraskólann og tók
kennarapróf vorið 1936. 1937 fékk
hann kennarastöðu við Barnaskóla Ak-
ureyrar og kenndi þar í 22 ár. En
haustið 1960 fékk hann stöðu við
Gagnfræðaskóla Akureyrar. Það er
hverjum skóla happ að njóta starfs-
krafta Arnar, því að svo marga og góða
kennarakosti hefur hann, og kemur
þar bæði til menntun hans, skaplyndi,
fjölhæfni og persónuleg hlýja í garð
nemendanna, svo að hann laðaði öll
börn að sér, enda hafði hann jafnan
ágætan aga, sem hann þurfti ekkert fyr-
ir að hafa. SvoV'ildi til að kennslustofa
hans var uppi yfir skrifstofu skóla-
stjóra. Stundum gat það komið fyrir að
allt ætlaði um koll að keyra í stofu
Arnar. Þá var hann kannski í skolla-
blindu við krakkana, en eftir fimm