Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 22
14
HEIMILI OG SKÓLI
arnir sleppt af henni verndarhendi
sinni of snemma.
Mikið er nú rætt um svall og óhæfi-
lega framkomu unga fólksins á svo-
kölluðum „skemmtisamkomum“, þar
sem ölóðr unglingar sleppa sér. Þetta
er eitt af okkar miklu vandamálum, og
þetta sama vandamál eiga nágranna-
þjóðir okkar við að stríða. Til þessa
liggja margar ástæður, svo sem slæmt
fordæmi fullorðna fólksins, ekki sízt
hins svokallaða menntafólks, og aga-
leysið í þjóðfélaginu. Vandfarið er
með tómstundir fyrir unglinga, sem
hafa mikil peningaráð. Peningar í
höndum óvita eru skaðlegir. Óþrosk-
aðir unglingar vita, að hægt er að
kaupa hættulegar nautnir fyrir pen-
inga. Utivera húsmæðra í bæjum ger-
ir heimilin að lélegri uppeldisstofnun-
um en áðttr var, þegar húsmóðirin
sinnti heimilinu eingöngu. Og ungl-
ingar fá of snemma að sækja almennar
„skemmtisamkomur", þar sem svall og
ósiðleg framkoma viðgengst. Hvorki
skólar né kirkja eru nógu sterkar
stofnanir til að vinna á móti þessu, þó
að þau sýni fyllsta vilja í þá átt. Múg-
sefjunin ræður meiru í okkar þjóðfé-
lagi en aðvörunarorð þeirra, sem vilja
unglingunum það bezta.
Mín skoðun er sú, að unglingar inn-
an 16 ára eigi ekki að fá að sækja al-
mennar svallsamkomur, en láta sér
nægja skennntana- og félagslíf skólanna
og ýmsra æskulýðsfélaga. Unglingar
eiga einnig að vera sem lengst undir
vernd heimilanna. En mörg heimili
senda börn sín frá sér fyrir þann tíma
t. d. í atvinnu, jafnvel þó að hægt sé að
fá atvinnu fyrir þau heima fyrir. Þá
nota unglingarnir sér frjálsræðið á
þessu viðkæma skeiði og sleppa sér. Ég
hef grun um, að stundum séu ungling-
arnir sendir í atvinnu fjarri heimilum
sínurn af misskildum peningasjónar-
miðum. Það er nefnilega ekki neitt
æskilegt, að unglingar hafi mikla pen-
inga handa á milli til að sóa á meira
eða minni gagnslausan hátt, í áfengis-
kaup og lélegar svallsamkomur. Það er
betra að hafa minna heima og vera í
skjóli heimilisins. Með öðrum orðum,
ég álít að unglingar fari of snemma að
heiman undan nauðsynlegum heimilis-
aga. Heimilin ræki ekki uppeldis-
skylduna af nógu mikilli alvöru.
Við fullorðna fólkið teljum, að heil-
brigð æska eigi að leita þroska í íþrótt-
um, útiveru og fræðslu góðra bóka og
í því að skapa eitthvað sjálf. Mikils er
um vert, að æskan temji sér hófsemi og
bindindi, því að freistingamar eru
margar. En á skautasvellinu, í skíða-
brekkunni eða á íþróttavellinum eflast
Iteztu eiginleikar liinnar vaxandi æsku.
Þar er hollara að vera en í tóbaks-
svælu samkomuhúsanna. Þar þjálfar
hún líkama sinn, gerir hann þolinn og
stæltan, sem hann þarf að vera í okkar
harðbýla, norðlæga landi. Þar er stefnt
að því að skapa heilbrigða sál í hraust-
um líkama.
Þjóðin öll hagar sér stundum eins
og unglingur á gelgjuskeiði, þar sem
frumstæðar tilfinningar og ástríður eru
látnar ráða gjörðum manna. Hugsun
og skynsemi kemst þar oft ekki að.
Menn hlýða múgsefjuninni og fylgja
hjörðinni hugsunarlaust. Þetta á ekki
aðeins við um ungt fólk, heldur einnig
fullorðið.
Orsakir þessa er að finna í því, að
þjóðin hefur tekið svo miklum breyt-