Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI
15
ingum síðustu tuttugu ár, að það
minnir helzt á lýsinguna á umskipting-
unum í gömlum þjóðsögum. Erlend
áhrif með dægurlagagóli og lélegum
kvikmyndum hafa heillað Jiana, og þó
mest unga fólkið, sem ekki hefur náð
að mótast af þjóðlegri menningu. Að
vísu er reynt í skólum og kirkju að
innræta unga fólkinu fornar dyggðir
eins og trúrækni, þjóðrækni og skyldu-
rækni. En kvikmyndastjörnurnar (þó
ómerkilegar séu) og dægurlögin virð-
ast hér áhrifameiri. Hér kemur múg-
sefjunin til. En vonandi er þetta fyrir-
brigði, sem líður lijá eftir ákveðinn
tíma.
IV.
Ég hef í þessu greinarkorni drepið
á nokkur atriði í uppeldismálum okk-
ar. Ég hef einkum með því viljað und-
irstrika þetta þrennt:
1. Mikilvægt er að liugsa vel um
uppeldi barna fyrstu árin og skapa
sem mestan frið um heimilið.
2. Keppa þarf að því að útvega
stálpuðum börnum og unglingum lioll
viðfangsefni í tómstundum sínum eft-
ir áhuga og hugðarefnum þeirra.
3. Foreldrar skyldu varast að sleppa
of snemma verndarhendi af börnum
sínum á unglingsárunum, en tengja
þau við heimilið sem lengst.
Þó að ýmislegt fari aflaga í uppeldis-
málum okkar, er þó ekki ástæða til
uppgjafar og svartsýni, því að þjóðar-
stofninn er hraustur og þjóðinni góðar
gáfur gefnar. Við þurfum aðeins að
vernda uppeldi æskunnar, og meta
liana meira en fjárhagslega stundar-
hagsmuni.
Gylfi P. Gíslason
menntamálaráðKerra
. Skólinn á að stuðla að skiln-
ingi á þeirri vegsemd og þeim vanda,
sem því fylgir að vera maður. Hann á
að gera nemendur sína hæfa til að vera
frjálslyndir menn, menn, sem kunna
að hagnýta frelsi til þroska og fram-
fara, án þess að af ldjótist agaleysi og
formleysi. Hann á að gera þá víðsýna,
svo að þeim verði auðvelt að skynja og
skilja breytingar og nýjungar, án þess
að þeim gleymist gildi hins gamla.
Hann á að gera þá vil jasterka, án þess
að gera þá þvera og ofstopafulla. Hann
á að gera þá góðviljaða, án þess að þeir
verði veiklundaðir. Hann á að gera þá
umburðarlynda, án þess að skyn þeirra
á það, hvað er rétt og rangt, sljóvgist.
Hann á að gera þá hæverska, án þess
að þeir glati við það hispursleysi.
Hann á að glæða með þeim heilbrigð-
an áliuga á lífinu og dásemdum þess,
án þess að gera þá skemmtanasjúka.
Hann á að gera þá vinnufúsa og
vinnuglaða, án þess að gera þá að strit-
urum. Hann á að kenna þeim að meta
gildi vináttunnar og göfg ástarinnar.
En hann á líka að brýna fyrir þeim
nauðsyn þess að vera sjálfum sér nóg-
ur. Sá einn er sannur maður, sem kann
að njóta hvors tveggja í jafn ríkum
mæli, félagsskapar og einveru....“
Menntamál 1961.
Kaupendur! — Gjörið svo vel að
verzla við þá, sem auglýsa í Heimili
og skóla.