Heimili og skóli - 01.02.1962, Page 24
16
HEIMILI OG SKÓLI
GUÐJÓN JÓNSSON:
Oréin eru til alls fyrst
„Pabbi segir, að maður eigi ekki að
spara peningana sína, heldur skemmta
sér fyrir þá.“
Hann var 8 ára. Hann fór að ráðum
föður síns og var nýbúinn að skemmta
sér fyrir 150 krónur í Tívolí, þess
vegna átti liann ekkert til þess að
kaupa sparimerki fyrir á merkjasölu-
degi skólans.
Kannski erum við á sama máli og
þessi faðir — finnst hann að minnsta
kosti eiga sér nokkra afsökun: Sparifé
hefur um langt skeið rýrnað svo ört,
að vextirnir hafa ekki hrokkið til að
halda kaupmætti upphaflegrar inn-
stæðu.
En ef við göngum út á þessa braut
á annað borð, hvert lendum við þá?
Við vitum, að það er óeðlilegt og óheil-
brigt að sóa öllu jafnharðan, þjóðfélag,
sem býr við slíkt til lengdar, fær ekki
staðizt. Ef við samt göngum opnum
augum til liðs við eyðilegginguna og
boðum hinni vaxandi kynslóð: Spar-
aðu ekki, því að þú átt á hættu, að það
verði þér gagnslaust, — þá er skammt
yfir í aðrar kenningar eins og: Gerðu
engum greiða, því að þú átt á hættu,
að þér verði ekki þakkað, — hirtu
aldrei um sannleikann, ef lygin getur
orðið þér til framdráttar.
Ef við álítum þetta æskilega þróun,
þá tökum við undir með þessum föð-
ur. Og næsta kynslóð------
Hugsjónir krefjast ávallt áreynslu.
Nei, við viljum þetta ekki. Við ósk-
um þess öll, að börnum okkar famist
betur en eldri kynslóðinni. Við vilj-
um, að sannleikurinn verði í heiðri
liafður, að þjóðir og einstaklingar
hjálpi hver öðrum til sem mestrar far-
sældar, — og við vitum, að eitt af
grundvallaratriðum hagsældar hverrar
þjóðar og hvers einstaklings er einmitt
að skemmta sér fyrir aðeins hóflegan
hluta peninga sinna, en verja sem
mestum hluta þeirra á hagnýtari hátt,
og m. a. spara eitthvað af þeim.
Það er vissulega knýjandi nauðsyn,
að verðrýrnun sparifjár verði stöðvuð.
Nógu öflugt almenningsálit getur kom-
ið því til vegar. En þetta mál liggur