Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 27
HEIMILI OG SKÓLI
19
FÉLAGARNIR
Þegar við horfum á bekkjardeild í
skóla, verður ekki annað séð, en að
bekkurinn okkar sé ein heild sundur-
leitra einstaklinga, en ef við horfum
dýpra, athugum t. d. börnin, þegar
þau hverfa frá skólanum, eða ef við
ættum þess kost að fylgja þeim heim,
eða sæjum þau að leik seinna um dag-
inn, myndum við verða þess vör, að
bekkurinn okkar leysist gjörsamlega
sundur, og þó eru þar oft tvö og tvö
börn, sem halda mjög fast saman, eink-
um teipurnar. Drengirnir eru síður
við eina fjölina felldir, og skipta oftar
um leikfélaga en telpurnar, sem lialda
tryggðum hvor við aðra svo árum
skiptir.
Nálega hvert barn í bekknum á sinn
félaga, stundum fleiri en einn, en
venjulega þó aðeins einn verulega góð-
an vin. Vinátta þeirra getur staðið í
mörg ár. Þessi félagsþörf er svo rík hjá
börnunum, að hún gengur næst klæð-
um og fæði. Það má segja, að þegar
bekkur kemur í skóla, þá sé barizt um
félaga fyrstu dagana og vikurnar, en
þeir, sem útundan verða í þessari sam-
keppni verða óhamingjusömu börnin.
Það er þó ekki útilokað að þeir geti
eignazt félaga úr öðrum bekkjum, en
það er þó alltaf hálfgert neyðarúrræði.
Sumum tekst það heldur ‘ekki. Þau
börn eru í alvarlegri hættu.
Þetta er svo merkilegt atriði í skóla-
lífinu og í einkalífi barnanna, að það
er full þörf á að kennarinn reyni að
gera sér grein fyrir þessu fyrirbrigði.
Gengi barnsins í skólanum stendur í
ingu verða. Einmitt í þessu er hinn
mikilvægasti lærdómur fólginn — og
á þessu æviskeiði ætti hann ekki að
verða of dýru verði keyptur, eins og
allt of hætt er við, ef þessi tími er ekki
notaður. Sú leið er hins vegar næstum
örugg til ófamaðar að láta barn aldrei
bera neina ábyrgð á fé, en uppfylla
óskir þess sjálfur.
Við erum stundum óspör á hrósið
um okkar ágætu þjóð. Raunar vantar
ekki lastið lieldur, enda vitum við
ósköp vel, að margt fer aflaga hjá okk-
ur. Ekki verður það allt auðveldlega
bætt, og á það m. a. við um það, sem
miður fer á því sviði, sem hér er fjall-
að um. Og ekki er þess vænzt, að þetta
greinarkorn valdi nokkrum straum-
hvörfum, en eins og áður er sagt, er
því fyrst og fremst ætlað að vekja at-
hygli á þessu málefni:
Finnst mönnum dstæða til að rœða
það, — eða þykir þess engin þörf?
Finnist mönnum það umræðu vert
og íhugunar, þá má benda á lítið en
greinargott rit, sem kemnr út um þess-
ar mundir undir nafninn Börn og þen-
ingar, og mun reynast gott innlegg í
umræðurnar. Höfundur þess er dönsk
kona, Kirsten Sigsgárd að nafni, en að
útgáfu þess á íslenzku stendur Seðla-
bankinn — Sparifjdrsöfnun skólabarna.