Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 32
24
HEIMILI OG SKÓLI
anna í landinu. Samtakamáttur þeirra
beggja hlaut að geta lagfært margt,
sem annars fór aflaga, vegna þess, að
þessir aðilar vinna hvor í sínu lagi,
Eirikur Sigurðsson.
verða jafnvel stundum ekki alltof sam-
taka.
En annar megintilgangurin var sá,
að reyna að hjálpa báðum þessum að-
ilum við þeirra margþætta og mikil-
væga hlutverk. Þar eru verkefnin
ótæmandi, t. d. að miðla erlendri og
innlendri reynslu og þekkingu, vara
við hættum og vera í senn fræðandi og
vekjandi rit, tengiliður á milli heimila
og skóla, sent léti sér ekkert óviðkom-
andi, sent snertir uppeldis- og skóla-
starfið.
Það er ekki okkar að dæma um,
hvernig þetta hefur tekizt. Ritið hef-
ur aldrei verið ádeilurit, þótt á margt
megi deila í uppeldisháttum okkar og
skólamálum. Það hefur því aldrei
haldið uppi neikvæðum málflutningi,
en aftur leitazt við að flytja mál sitt á
jákvæðan hátt, benda frekar á það, sem
er til fyrirmyndar og vekja athygli á
heilbrigðum uppeldisháttum, t. d.
beita þeirri uppeldisaðferð að lofa
fremur en lasta. Þá hefur það einnig
vakið athygli á kristinni trú og lífsvið-
horfum sem hinum traustasta grund-
velli alls uppeldis. Allt þetta hefur
væntanlega tekizt misjafnlega. Það
mætti ætla, að foreldrar hefðu tekið
þessari hjálp með framréttri hendi,
en ritið hefur þó ekki fengið þá út-
breiðslu, sem skyldi.
Annað er það einnig, sem vert er að
benda á, og stendur til bóta. Það hafa
ekki nógu margir góðir og ritfærir
menn fundið livöt hjá sér til að skrifa
í ritið, senda því greinar, fréttir og
myndir, sem gat orðið til þess að gera
það fjölbreyttara. Þar liöfum við orð-
ið fyrir nokkrum vonbrigðum með
kennara og raunar foreldra einnig.
Kennarar hafa aftur verið drýgstir við
útbreiðslu ritsins og stöndum við þar
Páll Gunnarsson.