Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 35

Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 35
HEIMILI OG SKÓLI 27 Sjötug: Ingibjörg Eiríksdóttir kennslukona Þann 23. febrúar átti frú Ingibjörg Eiríksdóttir sjötugsafmæli. Ingibjörg er fædd 23. febrúar árið 1892 að Efri- Þverá í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru þau Ingunn Gunnlaugsdóttir frá Efra-Núpi í Miðfirði og Eiríkur Jóns- son frá Stóru-Giljá í Þingi, en annars ólst hún að nrestu upp að Sveðjustöð- um í Miðfirði við lítil efni en mikið ástríki. Unr tvítugsaldur stundaði Ingibjörg nám í kvennaskólanum á Blönduósi en settist síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1917. Næstu ár var hún við kennslu á ýmsum stöðum, en síðan sigldi hún til Noregs og var þar við nám í tvö ár. Fyrra árið var hún við Kennaraháskólann í Þránd- heimi, en hið síðara við húsmæðra- kennaraskólann í Stabekk. Haustið 1928 fékk hún stöðu við Barnaskóla Akureyrar og var þar kennari til árs- ins 1960, eða sanrfleytt í 32 ár. Haustið 1932 gekk Ingibjörg að eiga Steingrím Aðalsteinsson, þáver- andi alþingismann, en þau slitu sam- vistum síðar. Ingibjörg hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, einkum félagsmálum kvenna. í kvenfélaginu Hlíf á Akur- eyri hefur hún verið síðan 1928. Einnig var hún formaður Sambands norðlenzkra kvenna um nokkurt skeið, í Verkakvennafélaginu Einingu síðan 1932 og í Mæðrastyrksnefnd Akureyr- ar um langt skeið. I öllum þessum fé- lögum hefur hún lagt fram geysilega mikið og fórnfúst starf. Þetta hafa þó aðeins verið tómstundastörf hennar. Aðalstarf sitt, kennsluna, hefur hún alla tíð rækt af frábærri skyldurækni

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.