Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 36
28
HEIMILI OG SKÓLI
og samvizkusemi. Vinnudagur Ingi-
bjargar hefur stundum verið nokkuð
langur.
Hún þekkir betur en flestir aðrir
allt fólk í bænum, sem hefur átt við
einhverja erfiðleika að stríða, einkum
hina fátækari. Ef allir þeir, sem Ingi-
björg Eiríksdóttir hefur rétt hjálpar-
hönd á einhvern hátt mættu nú mæla,
yrði það mikill og samhljóða þakkar-
kór. En Ingibjörg hefur ekki unnið
þessi störf af fordild, til að hljóta hrós
fyrir. Öll sín líknarverk hefur hún
unnið af kærleika, óvenjulega
fórnfúsum kærleika. Samúðin með
þeim, sem bágt eiga, hefur verið sterk-
asti þátturinn í lífi Ingibjargar Eiríks-
dóttur. Öll störf hennar í félagsmál-
um og í einkalífi eru mótuð af þessari
ríku samúðarkennd og kærleiksþeli,
enda á hún marga vini. Hún er vinsæl
af samkennurum sínum og nemend-
um, en hennar vinsældir ná óvenju-
lega langt út fyrir skólann. Enda hafa
spor hennar legið heim að mörgum
dyrum hér í bænum á undanförnum
áratugum. Þangað kom hún oft fær-
andi hendi, og alltaf með hlýju, upp-
örvun eða góð ráð. Svona hefur Ingi-
björg rekið erindi sitt fyrir hann, sem
sagði: „Það, sem þér hafið gert einum
af mínum minnstu bræðrum, það haf-
ið þér gert mér.“
Ég öfunda Ingibjörgu Eiríksdóttur
ekki af allri þeirri hlýju, sem til henn-
ar mun streyma á sjötugsafmælinu, ég
samfagna henni.
Ingibjörg er vel gefin kona, glað-
lynd í sinn hóp og samvinnuþýð.
Hjartanlegar hamingjuóskir með
daginn!
H. J. M.
Til gamans
Gæsileg ung stúlka stöðvaði leiguvagn á
Piccadilly og stökk inn. Svo benti hún yfir
torgið á herramann einn, sem þar stóð og
leit á armbandsúrið sitt.
„Akið mér þarna yfir um,“ sagði hún.
„Þér eruð ef til vill hræddar við að fara
yfir götuna í þessari miklu umferð?" spurði
bílstjórinn.
„Nei,“ svaraði hún, „en ég er fimmtán
mínútum á eftir áætlun, og ef ég kem í leigu-
bíl, lítur það að minnsta kosti þannig út að
ég hafi lagt allt kapp á að koma á réttum
tima.“
Maður nokkur af heldra taginu hafði ekið
allan daginn og var orðinn þreyttur og sneri
því bílnum inn á hliðarveg, sem lá til smá-
bæjar eins. Á meðan benzíngeymir bílsins
var fylltur, spurði hann manninn, hve langt
væri til næsta bæjar.
„Ja, svona eitthvað um fimm kílómetra,“
svaraði benzínmaðurinn.
„Hve stór er bærinn?" spurði ferðamaður-
inn. „Er þar nokkurt hótel?"
„Tja,“ svaraði benzínmaðurinn. „Það
mun vera eitt ár síðan að bæjarbúar fengu
einhverjar stórborgargrillur og komu á hjá
sér einstefnuakstri. Svo óku allir auðveldlega
úr bænum, en enginn gat ekið inn í hann
aftur."
Það var mikið að gera í flugvélinni. Þern-
urnar voru önnum kafnar við að taka til
morgunverðinn, þegar elskuleg gömul kona
kom til þeirra og spurði þær kurteislega, hvar
snyrtiklefi kvenna væri. Henni var sagt að
hann væri frammi í flugvélinni, og fylgdi hún
nákvæmlega leiðbeiningum þernanna allt að
dyrum yfirmannanna, sem hún opnaði og
starði inn, þar sem yfirmennirnir sátu við
tæki sín.
Hún kom þó brátt aftur og sagði utan við
sig og undrandi:
„Ég hef nú aldrei vitað annað eins. Það
sitja fjórir menn inni á snyrtiklefa kvenna
og horfa í sjónvarp."