Heimili og skóli - 01.02.1962, Blaðsíða 39
HEIMILI OG SKÓLI
31
ég hef heyrt nokkuð frá þér. Hvernig
líður þér?“ Geymdu þetta ekki til
morguns.
Já, það þarf ekki rnikið til. Eigin-
maðurinn getur klappað á öxlina á
konunni sinni og sagt: „Ja, okkur hef-
ur nú sannarlega liðið vel saman —
okkúr tveimur." Eiginkonan getur
hallað höfðinu andartak að manni sín-
urn og sagt: „Ekki vildi ég nú skipta
á þér og nokkrum öðrum manni í öll-
um heiminum." Hvað tekur þetta
langan tíma?
Sama máli gegnir um samband okk-
ar við foreldrana. Það verður eins kon-
ar vani. Við erum óþolinmóð og hugs-
unarlaus gagnvart þeim. Það virðist
vera erfitt að segja: „Ég gleymi aldrei
því, sem þið hafið fyrir mig gert.“
Foreldrarnir mættu einnig muna
þetta. Þeir mættu gjarnan segja við
fullorðinn son sinn eða dóttur:
„Það getur vel verið að ég hafi oft
ávítað þig og skammað, en það er nú
sarnt mikið í þig spunnið."
Alveg er þetta eins með vini okkar.
Flestir menn ganga út um dyr sínar
og inn um þær aftur. En sumir koma
aldrei aftur. Og ef orðin hafa verið
sögð — hlýju orðin, viðurkenningar-
orðin, liöfum við, sem bíðum árang-
urslaust eftir því að hann eða hún
komi aftur, þó nokkuð að gleðjast yf-
ir. Það er eitt hið mikilvægasta hér í
heimi, að við segjum það, sem segja
ber, við þá, sem við unnum. Gjörðu
það ekki aðeins á hátíðastundum,
heldur á þetta að koma eins og af
sjálfu sér. Gjörðu það d hverjum ein-
asta degi.
H. J. M. þýddi.
Til gamans
Kennarar í sumum amerískum skólurn fá
í hendur í byrjun hvers skólaárs litla hand-
bók. í útgáfunni 1960 stendur þessi kláusa:
„Frá mánudegi til fimmtudags skulu kenn-
arar vera í skólanum hálfan tíma eftir að
börnin eru farin. A föstudögum fá kennarar
frí, þegar hringt er út klukkan þrjú. En gjör-
ið svo vel að varast að troða börnin undir.“
Þegar ég á dögunum fékk mér alllanga
hjólreiðarferð, varð ég fyrir því, að yfir mig
dundi hellirigning, og leitaði ég mér aldreps
í litlu húsi einu við veginn. Þar bjó gamall
maður, sem tók mér mjög vingjarnlega.
Myrkrið var að detta á og hann stóð á fæt-
ur til að kveikja á olíulampanum. í daufu
ljósi lampans sá ég að í loftinu hékk nýlegur
rafmagnslampi.
„Nú,“ sagði ég og benti á lampann, „er
peran útbrunnin?“
„Nei,“ svaraði gamli maðurinn. „Hún er
í fullkomnu lagi. Við revndum hana daginn
sem lagt var inn hérna, en við höfum ekki
þurft að nota hana enn, því að við höfum
aldrei orðið olíulaus síðan.“
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag EyjafjarOar.
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árgang-
urinn kr. 40.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri.
Páll Gunnarsson, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Vanabyggð 9, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 18S. Akureyri. Slmi 1174.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.