Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 27
„Ég sagði honum frá barninu, og hann
varð frá sér numinn af gleði. Hann var
svo umhyggjusamur og nærgætinn, að þaS
var nærri því hlægilegt. En ég var ham-
ingjusamari en nokkru sinni áSur, þegar
ég sá hvernig augu hans Ijómuðu, er hann
var aS leggja framtíSaráætlanir vegna
barnsins.”
Og hér kemur síSari kaflinn:
„BarniS mitt fæddist klukkan þrjú í
morgun. Hún er yndisleg. Hjúkrunarkonan
kom meS hana til mín, svo aS ég gæti
fengiS aS halda á henni litla stund. Ég
brenn af kærleika til barnsins míns. Ég
er þreytt, en mig langar ekki til aS sofa.
Ýmsum dásamlegum orSum skýtur upp í
huga mínum. Nú fyrst lifir þú fyrir alvöru.
Nú veizt þú til hvers þú lifir. Þú hefur
lifaS lífi þínu til aS eignast þetta barn.
GóSi guS. Ég biS þig aS láta hana verSa
sterka og góSa. Leyf henni aS vaxa, svo
aS hún megi njóta þess, sem ég hef notiS,
hugsa þær hugsanir, sem ég hef hugsaS
og elska aSra manneskju eins mikiS og
ég hef elskaS manninn minn.”
Já, stúlka mín. Eftir nokkrar klukku-
stundir ferS þú á dansleik, í fyrsta skipti
sem ung og sjálfstæS stúlka. Kannski er
þaS misskilningur, er ég geri mér vonir
um, aS þessi dagbókarbrot hafi nokkurt
gildi fyrir þig. Um þaS verSur þú sjálf aS
dæma, eins og þú verSur sj álf aS vera þinn
eigin dómari í kvöld og mörg önnur kvöld.
Ég hugsa um þig nú eins og þú stóðst
fyrir framan mig í kvöld. Þú ert falleg
ung stúlka, jafnvel þegar þú ert reiS. Ég
man enn hvernig þú leizt út. Ég man reiSi-
blikiS í bláu augunum þínum, er þú sagSir
viS mig: „Ef mamma hefSi veriS hér,
hefSi hún áreiðanlega sagt eitthvað fallegt
um kjólinn minn.” Svo hljópstu til mín,
fleygðir þér í fang mitt, tókst höndum
þínum um háls mér og sagðir: „FyrirgefSu,
pabbi!” AuðvitaS hefðir þú ekki þurft að
segja þetta, en þó þykir mér vænt um, að
þú gerðir þaS. Og þú skalt ekki halda, aS
mér hafi ekki þótt kjóllinn þinn fallegur.
Hann er dásamlegur. Skemmtu þér nú vel,
stúlkan mín.
Þinn pabbi.
P.S. Dagbókin var skrifuS
af móður þinni.
H. J. M. þýddi.
ÞRÍR munkar í mjög strangri katólskri
munkareglu urðu að ástunda algjöra þögn,
en báSu nú ábótann um einhverja tilslökun
í þessu efni, svo aS þeir mættu tala hvor
viS annan viS og viS.
Ábótinn gaf þeim elzta leyfi til aS segja
eina setningu á ákveðnum hátíSisdegi
seinna á árinu. Sá yngsti fékk leyfi til aS
segja eina setningu á sama hátíSisdegi
næsta ár. En þriSji munkurinn varS enn aS
bíSa 3 ár til aS fá aS segja sína setningu.
Eftir morgunverS nefndan hátíSisdag
fyrsta áriS sagSi munkurinn: „Mér líkar
ekki hafragrautur."
Eitt ár leiS, og eftir morgunverSinn
nefndan dag sagSi yngsti munkurinn:
„Mér þykir hafragrautur góSur.“
Enn leiS eitt ár. Þá sagSi þriSji munk-
urinn: „Eg er nú orSinn leiSur á þessu
eilífa masi um hafragrautinn.“
íh
HINN mikli heimspekingur, Immanúel
Kant, er slánandi dæmi um, hvernig miklir
heimspekingar geta hugsaS of mikiS og of
lengi. Eftir langa umhugsun ákvaS hann
aS kvænast, en þegar hann kom til heimilis
hinnar útvöldu, fékk hann aS vita, sér til
mikilla vonbrigSa, aS hún hafSi flutt til
annars bæjar fyrir tuttugu árum!
HEIMILI OG SKÓLI 21