Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 5

Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 5
 Heimili og skóli TÍMARIT U M UPPELDISMÁL :\ h : 'O • OV H * • II •W • >• : s : ÚTGEFANDI: KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐAR Ritið kemur út í 6 heftum ó óri, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar órgangurinn kr. 60.00, er greiðist fyrir 1. júní. — Útgáfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HF. HANNES J. MAGNÚSSON: Fyrstu sporin Nú um þessar mundir er verið að slíta barnaskólunum víðs vegar um land og verður gert næstu daga og vikur. Þessi tímamót gefa tilefni til margra spurninga og íhugana, en þeim verður ekki svarað hér. Stórir hópar af 12 og 13 ára börnum eru að kveðja barnaskólana fvrir fullt og allt, en hjá flestum tekur við framhaldsnám. En á sama tíma og þetta unga fólk er að kveðja skóla sína bíða 3—4000 7 ára börn eftir því að skóladyrnar verði opnaðar fyrir þeim. Það verður kannski nú þegar á þessu vori, en það verður kannski ekki fyrr en í haust. En hvað sem er um það, þá er hann á næsta leiti þessi mikli dagur. Og hvenær sem hann kemur, er hann alltaf einn af mikilvægustu dögum ævinnar, og vekur ýmist kvíða, tilhlökkun eða eftirvæntingu, ■eftir því, hvernig í pottinn er búið. Já, á sama tíma og feður og mæður fagna þeim áfanga í lífi barna sinna, að hafa lokið burtfararprófi úr barnaskólanum eru þau kannski að búa lítinn 7 ára hnokka undir sína fyrstu skólagöngu. Þessir for- eldrar hafa fengið reynslu, en hinir, sem eru að senda fyrsta barnið sitt í skóla, eru kannski jafn eftirvæntingarfullir og litli hnokkinn sjálfur. En hvernig sem á stendur þá er þetta alltaf mikilvægur dagur fyrir barnið, og það er ótrúlega mikilvægt, að fyrsti skóladagurinn og fyrstu skóladag- arnir takist vel. Þetta er í fyrsta skipti á ævi barnsins, sem það tekur á sig þá ábyrgð að verða meðlimur í öðru samfélagi en hinu litla heimili. Það á að bera ábyrgð á sér sjálft. Það getur ekki kallað á mömmu eða pabba, þótt eitthvað beri útaf. Það er komið í ókunnugt samfélag, þar sem önnur HEIMILI OG SKOLI 25

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.