Heimili og skóli - 01.04.1964, Blaðsíða 7
hjá hinum litlu og seinþroskuSu börnum.
ÞaS má aldrei kúga börn á þessum aldri íil
náms. ÞaS verSur aS koma eftir öSrum
leiSum. Allt nám, ekki sízt innan viS skóla-
skyldualdur, þarf aS vera létt og frjálslegt,
svo aS þaS veki áhuga, en drepi ekki. Hjá
5—6 ára börnum þarf þaS helzt aS vera
eins og leikur. Og ég hef stundum spurt
sjálfan mig aS því, hvort viS værum í raun
og veru svo illa komnir meS okkar mörgu
og oft mjög góSu heimili, aS foreldrarnir
skuli ekki geta annast þetta sjálfir. í því
felst ekkert vantraust á smábarnaskólunum
út af fyrir sig. En þetta er í raun og veru
dásamlegt verkefni fyrir foreldrana, ekki
sízt föSurinn, sem vegna atvinnu sinnar
hefur allt of lítil kynni af börnum sínum.
En þaS er einnig ástæSa til aS vara for-
eldra viS því, aS gylla skólann of mikiS
fyrir börnum sínum. Segja þeim, aS þar
sé alltaf gaman. ÞaS ervarasamtvegna þess,
aS þá er hætt viS, aS þau verSi fyrir von-
brigSum, ef ekki fyrstu daga, þá aS minnsta
kosti síSar, því aS skólanám getur aldrei
orSiS eintómt gaman. Þar hljóta aS vera
skyldur og ekki allar léttar eSa auSveldar.
Allur undirbúningur undir skólanámiS
verSur aS vera sem raunhæfastur, þar má
helzt hvorki vera of né van.
Ég myndi telja, aS einna bezti undirbún-
ingur undir skólanámiS almennt væri sá aS
tala mikið viS börnin, þroska málfar þeirra
og gera þau forvitin. Einu sinni var þaS
talin ódyggS aS vera forvitinn og talinn
ljóSur á börnum. Ég tel þaS eina hina
þroskavænlegustu dyggS mannsins, bæSi
ungra og gamalla. ÞaS er hiS mesta óhappa-
verk aS slökkva forvitni barna. En þaS er
einna auSveldast meS því aS færast ætíS
undan aS svara spurningum þeirra, en
spurningar lítilla barna er eitt hiS dásam-
legast tákn um vaxandi þroska og þekk-
ingarþrá. Já, í öllum guSs bænum, reyniS
ef þiS getiS aS svara spurningum barna
ykkar, ekki sízt á forskólaaldri. ÞiS hafiS
af því ótæmandi ánægju og börnin ómetan-
legt gagn. TaliS mikiS viS börnin og laSiS
þau til aS spyrja. Þetta á ekki aS.vera í
neinu kennsluformi, heldur eins og sjálf-
sagSur þáttur í daglegu lífi. ÞaS má þekkja
þau börn úr, þegar þau koma í skólann, sem
njóta þessarar blessunar — ég leyfi mér aS
nota svo sterk orS. Foreldrar þurfa aS leit-
ast viS aS opna fyrir börnunum lífiS í
kring. Til þess þarf engan skólalærdóm.
Tala um þaS, sem gerist og mun gerast, tala
um umhverfiS, hin daglegu störf, tímann,
náttúruna o. fl. Ekki á neinu gælu- eSa
barnamáli, heldur í fullri alvöru. Börnum
leiSist aS viS þau sé alltaf talaS í einhverj-
um gælutón. Þau kunna aS meta þaS, og
þau vaxa viS þaS, aS viS þau sé talaS í
alvöru og aS ekki sé alltaf veriS aS minna
þau á þaS, aS þau séu lítil börn. ÞaS er
jafnvel gott aS ráSgast viS börnin um sitt
hvaS — þaS eykur þeim sjálfstraust og
vekur hjá þeim enn meiri virSingu fyrir
foreldrunum.
— Börn þarfnast frekar fyrirmynda en
gagnrýnenda — hefur einhver vitur maSur
sagt. Uppeldi á ekki og þarf ekki aS vera
sífelldar umvandanir og ráSleggingar.
Fyrirmyndin getur komiS í staSinn fyrir
meiri hlutann af því öllu. ÞaS er annars
eftirtektarvert og alvarlegt í senn, hve mörg
7 ára börn eru blátt áfram illa talandi, hug-
myndasnauS og orSfá. Þetta eru börnin,
sem lítiS er talaS viS. Ég minnist margra
og langra rökkurstunda, þegar ég var barn.
Þá sagSi faSir minn okkur systkinunum
sögur, oftast voru það útilegumannasögur,
sem hann samdi jafnóSum. Þær voru
kannski nokkuS líkar hver annarri, en þaS
gerSi ekkert til. Þær voru meS tungutaki
HEIMILI OG SKÓLI 27