Heimili og skóli - 01.04.1964, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.04.1964, Qupperneq 8
þjóðsagnanna, sem við lærðum smátt og smátt. Þannig bættist við orðaforða okkar fram yfir það, sem við lærðum af daglegu máli. Það er því engu minna um vert að tala mikið við börn á forskólaaldri en að kenna þeim að lesa. Það auðveldar lestrar- námið, þegar að því kemur. Þá er það einnig góður undirbúningur að kenna því að fara með blýant og liti. Sum börn kunna ekki að halda á blýanti, þegar í skólana kemur. Þar standa þau börn miklu framar, sem verið hafa í smá- barnaskóla. Það þarf að gefa barninu pappír og liti. Það gefur ímyndunarafli þeirra byr undir vængina að teikna það, sem andinn blæs því í brjóst. Það skerpir athyglisgáfu þeirra og smekk og veitir þeim vinnugleði og sköpunargleði. En það hvort tveggja er salt lífsins á öllum aldri. En á undan öllu öðru er þó sjálft móður- málið og aftur móSurmáliS. í hamingju bænum vanrækið ekki að kenna börnunum málið ,og þá svo rétt, sem hver hefur þekk- ingu til. Látið þar ekki ráða eintómt handa- hóf. Látið ekki börnin, sem þau leika sér við á götunni, vera þar ein um hituna. Nú þegar gamla fólkið er að flytja á elli- heimili og faðirinn vinnur utan hemilis alla daga og móðirin oft líka. — Hver verður þá til að kenna börnunum málið? Það er of seint þegar þau eru komin í skólann. Þau börn, sem koma illa talandi í skólann, eru dæmd til að verða eftirbátar. Það hefur kannski aldrei verið talað feg- urra mál á íslandi en nú, allt frá því á þjóð- veldisöld, en það hefur einnig kannski aldrei verið talað lélegra og fátæklegra mál en nú. Ég vona að þetta séu ýkjur, en allur er varinn beztur. En umfram allt, afsalið ykkur ekki, kæru foreldrar, þeim dýrmætu réttindum að kenna börnum ykkar málið sem fegurst og réttast. Þetta er kannski svartsýni okkar kennar- anna, en mér blöskrar stundum hvað mál sumra barna er fátæklegt og þykist hafa tekið eftir því, að þetta óskaplega úrræða- leysi við að setja saman setningar, fari vax- andi. Ef móðurmálið hið mjúka og þýða rennur börnunum ekki í merg og bein í fyrstu bemsku, standa þau seinna ber- skjölduð fyrir hinu fátæklega slangurmáli, sem oftast er þéttbýlissjúkdómur. Og enn er það ofurlítið um undirbún- inginn heima, og kem ég þá að hávaðanum. Sem betur fer eigum við fjölda af kyrrlát- um heimilum, en hávaðinn og ókyrrðin eru einnig smátt og smátt að leggja undir sig heimilin, og þar á útvarpið nokkra sök, eða öllu heldur, að kunna ekki að fara með útvarpið. Ég myndi vilja halda því fram, að kyrrð- in og næðið væru í tölu lífsnauðsynja barn- anna við hlið ástríkis, aga, reglusemi og öryggis. Allt það bezta, göfugasta og varan- legasta grær í kyrrðinni og festir rætur, en hraðinn, hávaðinn, ókyrrðin slítur flest upp með rótum. Þessi menningarsjúkdómur er að verða að eins konar krabbameini í and- legu og félagslegu lífi nútímans. Og jafnvel hin minnstu sjálfstæðu ríki samfélagsins, heimilin, eru að verða honum að bráð. KyrrSin og næðið er ekki aðeins góður undirbúningur undir skólann, heldur allt lífið. Kjörorðið á að vera: Kyrrlát og reglu- söm heimili. Blessun og þroskamöguleika kyrrðarinnar geta skólarnir ekki veitt böm- unum. Svo rennur hann upp, dagurinn mikli, þegar litli drengurinn eða litla stúlkan hefur sína fyrstu göngu út í lífið, nokkum 28 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.