Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 10

Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 10
Allur þorrinn af þeim börnum, sem kem- ur í skólana eru annað hvort vel gefin eða í meðallagi, ýmist þar fyrir ofan eða skammt fyrir neðan. En svo er alltaf eitt- hvað af óþroskuðum börnum, sem hafa ekki nema 5—6 ára greindaraldur eða jafn- vel þar fyrir neðan. Þessi börn þurfa meiri samúð og kærleika, meiri umhyggju og nærgætni en önnur börn. Það verður í fyrstu að bera þau yfir örðugleika, revna að sigla fram hjá skerjunum, reyna að forðast það, að vanmáttarkenndir nái tök- um á þeim. Þetta er ekki alltaf létt verk. Þessi börn þola illa ávítur og aðfinnslur, en hins vegar þurfa þau stöðuga uppörvun, bæði heima og í skólanum. Ekkert nema þolinmæði foreldra og kennara getur skilað þessum börnum ósködduðum á sál sinni út úr skólanum. Aðfinnslur, ávítur, nöldur við slík börn væru því glöp. Mér kemur í hug atvik, sem gerðist í 8 ára bekk fyrir nokkrum árum. í bekkn- um voru mjög seinþroska börn, einkum var það þó einn drengur, sem átti mjög erfitt með að læra og var raunar neðan við það að geta gengið í skóla. Einhverju sinni hafði kennarinn bekkjar- skemmtun, sem hann hafði undirbúið. Þar áttu öll börnin að koma fram með einhver smáatriði, sem þau höfðu lært og æft að undanfömu. Allt gekk þetta vel og allir voru ljómandi af gleði og sjálfstrausti. En hvernig fór nú með litla N.N.? Hlaut það ekki að verða óbærilegur ósigur og sársauki ef hann einn gerði ekkert, kom hvergi fram ? En hvað gat hann gert? Ólæs. Skólastjórinn, sem var þama boðsgestur, beið kvíðafullur eftir þessum úrslitum. Og nú var svo komið, að nálega allir höfðu lagt fram sinn skerf, nema N.N. Þá segir kennarinn. Nú er komið að nokkuð skemmtilegu atriði. Við N.N. ætlum að fara 30 HEIMILI OG SKÓLI með fallega vísu. — Svo tekur hann sér stöðu framan við kennaraborðið og við hlið hans stendur N.N. litli, og það var satt. Þetta var skemmtilegt atriði. Það var þó ekki vísan, sem þeir fóru með hægt, undur hægt, svo að N.N. gæti fylzt með, heldur kraftaverkið, sem gerðist. N.N. beið engan ósigur. Hann vann þvert á móti sigur, því að hann einn fékk að lesa upp með kenn- aranum og hann gekk sigri hrósandi í sæti sitt, öfundaður af öllum hinum börn- unum. Ég segi þessa sögu til að sýna fram á, hvernig góður og skilningsríkur kennari tekur á þessum málum, og hvemig þarf að taka á þeim, þegar í hlut eiga seinþroska og vanþroska börn. Fyrir fáum árum var ég staddur á svipaðri samkomu í skóla einum úti í Stokkhólmi. Það var ein af þessum bekkjarskemmtunum, sem á vissan hátt geta oft verið salt skólalífsins og skilja eftir sig sólskin og gleði. Bekkurinn var meðalbekk- ur að greind, en þarna var þó lítil stúlka langt fyrir neðan meðallag. Kennslukonan sagði mér í trúnaði, að hún hefði greindar- vísitöluna 65. Og nú fór á sömu leið sem með N.N. litla. Hvað gat þessi stúlka gert á slíkri skemmtun, þar sem fram fóru upp- lestrar, samtöl o. fl.? Jú, þessi litla stúlka hafði fallega söngrödd og einnig glöggt söngeyra, svo að hún gat lært lög og einnig textana við þau. Nú kemur röðin að henni, hún stígur upp á pallinn og syngur 3 lög, með fallegri og hreinni barnsrödd, sem hreif hin börnin. Þetta eina, að hún bjó yfir þess- um hæfileika, gaf henni sj álfstraust, svo að henni leið vel í bekknum, þótt hún væri langt á eftir hinum bömunum. Þegar um slík börn er að ræða verður bókstaflega að leita að öllu því, sem getur gefið þeim sjálfstraust. Það er því hrópleg synd að

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.