Heimili og skóli - 01.04.1964, Page 13
Við fyrsta lestur bókarinnar varð mér líka
að orði: „Skyldu þeir, þarna fyrir vestan,
telja mig algeran fábjána eða siðlausan
rudda?“
Síðar komst ég að raun um, ásamt fleir-
um þátttakendum, að gula bókin var sízt
of orðmörg. Og því bæði hollt og gott vega-
nesti ferðalangi norðan frá heimskauts-
baug, sem í fyrsta skipti hleypir heimdrag-
anum.
Auðvitað var lagt til, að gula bókin yrði
endurskoðuð og endurbætt til hagræðis og
blessunar komandi þátttakendum.
Þessi urðu mín fyrstu kynni af banda-
rískri nákvæmni og frábærri skipulagningu.
Eg sé, að ég er kominn nokkuð úrleiðis.
En ákvörðunarstaður okkar Islendinganna
fimm var Washington D.C., með millilend-
ingu á Kennedyflugvelli við New York,
þar sem skipt var um vél og síðasti áfangi
floginn með amerískri flugvél. Tók það flug
fljótt af, aðeins einnar stundar flug, og
klukkan 2 síðdegis eftir amerískum tíma
var lent á Alþjóðaflugvellinum við Wash-
ington.
Þar tók á móti okkur (alveg eins og stóð
í gulu bókinni) leiðsögukona frá fræðslu-
skrifstofu Bandaríkjanna. Útvegaði hún
okkur bíl, en bað okkur jafnframt að hafa
hraðann á, þar sem við skyldum mæta í mót-
tökuveizlu eftir klukkutíma. í veizlu þess-
ari voru mættir hátt á fjórða hundrað
styrkþegar frá nálega 70 þjóðum, starfs-
menn frá sendiráðum viðkomandi þjóða og
og gestgj afarnir, yfirmenn bandarískra
fræðslumála og starfsmenn námskeiðsins.
Já, og hvílíkt samsafn af fólki, alla vega
litt, hvítt, svart, brúnt og gult? Það var
sem nýr heimur hefði opnazt fyrir mér.
Allt í einu öðlaðist ég nýjan og meiri skiln-
ing á námsför þessari. Hér var ég ekki að-
eins mættur sem venjulegur ferðamaður
eða námsmaður, heldur sem fulltrúi lands
míns, bæjar, íslenzkrar kennarastéttar, sem
vissar og meiri kröfur voru gerðar til en
venjulegs ferðalangs. — Við vorum orðnir
þátttakendur í alþjóðlegu kennaranám-
skeiði.
Þarna í veizlunni og næstu daga var ég
sífellt að hitta og eignast nýja og nýja
kunningja. Má þar nefna 9 barna móður
sunnan frá sólríkum ströndum Zanzibar.
Enskukennara norðan frá vinabæ Akur-
eyrar í Finnlandi. Austan frá Laos rakst ég
á grannvaxinn, drengjalegan mann, sem að
útliti til minnti einna helzt á íslenzkan ferm-
ingardreng. En við nánari kynni reyndist
sá vera skólastjóri, Tongkeo að nafni og
auk þess þriggja barna faðir, harðgiftur og
nær þrítugu að aldri. Og vestan frá Mexico
hitti ég dökkhærða „senorítu“ með Indíána-
blóð í æðum, sem kölluð var hinu „íslenzku-
lega“ nafni Lúlú.
Ég get skotið því hér inn, að síðan hef
ég heyrt, að búið sé að taka upp menningar-
og stjórnmálasamband milli Islands og
Mexico. Auðvitað á ég engan þátt í þeim
málum. Einu kynni mín af þeirri merku
þjóð eru nokkrar dökkhærðar, fagureygðar
kennslukonur ásamt verndara þeirra, sem
hét Ricardo, að eftirnafni Salazar.
Annars held ég, að flestar viðræður og
kynning hafi byrjað eitthvað á þessa leið:
„Hvaðan ertu?“ Og jafnvel þó svar við-
komanda hefði verið: Frá tunglinu, eða
Xanadíu, hefði maður ekkert orðið hissa,
aðeins glaðst að hitta þátttakendur frá svo
einstæðum löndum. Á nokkrum dögum
lærði ég meira um lifnaðarhætti þjóða og
siðu, en tekizt hefði með lestri margra bóka.
Ég vil því segja, að hér gafst stórkostlegt
tækifæri til þess að auka á kynni og skiln-
ing þjóða í milli.
Námsskeið þessi munu eiga rætur sínar
HEIMILI OG SKÓLI 33