Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 14
að rekja til ársins 1948, með tilkomu svo-
nefndra Fulbright-laga og síðar skyldra
lagagreina. Oldungadeildar-þingmaðurinn
J. W. Fulbright mun fyrstur hafa hreyft
þeirri hugmynd, að í stað þess að flytja
eignir ameríska hersins erlendis heim til
sinna föðurhúsa í stríðslokin, þá að selja
þær í viðkomandi löndum og nota andvirði
þeirra til menningarlegra viðskipta þjóða á
milli. Að vísu mun sjóður sá hrökkva
skammt nú og því tekna til hans aflað með
öðru móti.
íslendingar hafa verið aðilar að samn-
ingi þessum frá 1957, er Bandaríkin komu
hér á fót stofnun, sem nefndist Mennta-
stofnun Bandaríkjanna á Islandi (The U.S.
Educational Foundation in Iceland). Fram
til þessa munu um 24 íslenzkir kennarar
hafa hlotið styrk þennan, auk styrkja til
ýmissa annarra aðilja. Vil ég nota hér tæki-
færið og flytja framkvæmdarstjóra stofn-
unarinnar hér á íslandi, frú Doris Finns-
son, mínar beztu þakkir fyrir frábært starf
og lipurð í garð okkar styrkþega, og ekki
sízt þar, sem frúin mun senn láta af störf-
um hjá stofnuninni vegna anna við önnur
störf. Þá hafa frá upphafi allir Bandaríkja-
forsetar verið málefni þessu vinveittir og
sýnt því mikinn skilning, og ekki hvað sízt
fyrrverandi Bandaríkjaforseti John F.
Kennedy.
Seint mun mér líða úr minni sá dagur,
22. nóv., er okkur barst til eyrna hin ótrú-
lega og óhugnanlega fregn, að Kennedy
forseti hefði verið skotinn til bana suður í
Dallas. Við vorum stödd norður í Lansing,
höfuðborg Michigan, og höfðum nýlokið
að skoða þinghöllina, er reiðarslagið kom
yfir. Sumir grétu, aðrir báðust fyrir, síðan
sló djúpri og dularfullri þögn á hópinn,
unz Eileen kennslukona sunnan frá Trini-
dad hóf að syngja: „I want to live in a
friendly world“. Smátt og smátt kom hópur-
inn aftur til sjálfs sín og eftir stóð veru-
leikinn einn, nakinn og kaldur. Síðan hef
ég oft velt fyrir mér: „Hver var tilgangur
hins óða manns, með voðaskotinu suður í
Dallas?“
Stutt lýsing á tilhögun námsfararinnar
yrði eitthvað á þessa leið:
Fyrsti áfangi: Hálfs mánaðar dvöl í
Washington D.C. Þessum tíma er að mestu
varið til að kynna styrkþegum land og
þjóð, ef svo mætti segja, með fyrirlestrum
og kvikmyndum, auk umræðufunda smærri
hópa. Auk skóla- og fræðslumála, sem sátu
þar í fyrrirúmi, voru flutt erindi um stjórn-
mál, efnahagsmál, trúmál, tryggingarmál,
bókmenntir, tónlist og leiklist. Einnig áttu
menn þess kost að skoða borgina, sækja
söfn, veitingahús og sögufræga staði.
Ekki get ég látið hjá líða, að minnast
á tvær sýningar, sem þátttakendur stóðu
fyrir.
Hin fyrri var sýning á ýmsum þj óðlegum
munum, sem þátttakendur höfðu komið
með frá heimalandi sínu. Kenndi þar
margra grasa og því geysifróðlegt á að
líta. Skólum í borginni og nágrenni var
boðið að skoða sýningu þessa og var þar
mikið fjölmenni saman komið, og höfðu
þátttakendur nóg að- gera að skýra út og
svara fyrirspurnum sýningargesta. Af ís-
lenzkum sýningargripum vöktu sauðagær-
urnar mesta athygli. En flestir gesta héldu
þessi hárprúðu skinn vera af hundum eða
jafnvel geitum.
Hin síðari sýning var eins konar „talent
show“, þar sem kennarar þátttökuríkjanna
komu á fót skemmtidagskrá. Vegna tak-
markaðs tíma varð að miða fjölda skemmti-
atriða við 25 þátttökuríki. ísland var svo
heppið að vera í hópi hinna útvöldu.
Um listrænan flutning hinna tveggja ís-
34 HEIMILI OG SKÓLI