Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 15
Höfundur í hópi bandarískra skólanema.
lenzku sönglaga, Dýravísur í útsetningu
Jóns Leifs og Hver á sér fegra fööurland,
eftir Emil Thoroddsen, skal ég engan dóm
fella. Hins vegar má geta þess, að Islend-
ingamir vötku athygli fyrir stæðilegan og
karlmannlegan vöxt, þá ekki hvað sízt
vegna þess, að atriði okkar kom næst á
eftir Vordansi hinna undursmávöxnu og
fíngerðu meyja frá Viet Nam, sem minntu
helzt á brothættar postulínsbrúður, og því
varð að hækka hljóðnemann um 30—40
sm. áður en söngur risanna frá Islandi gat
hafizt.
Annars voru það kennslukonurnar frá
Mexico, sem enn einu sinni vöktu hjá mér
mesta eftirtekt og aðdáun, og nú fyrir lit-
ríka og fagra þjóðbúninga og listrænan og
táknrænan þjóðdans, sem var dásamlegt
sambland af spænskri arfleifð og fornri
menningu Indíána.
Annar áfangi: Þriggja til þriggja og hálfs
mánaðar dvöl við amerískan háskóla. Þátt-
takendum námskeiðsins er skipt í smærri
hópa, nokkuð eftir starfssviði og verk-
efnum, sem menn hafa valið sér. Venju-
legast eru 20—30 einstaklingar í hverjum
hóp, og lenti ég í flokki 20 kennara frá 8
löndum, þ. e. a. s. 7 frá Laos, 6 frá Mexico,
2 frá Trinidad og einn frá eftirtöldum lönd-
um: E1 Salvador, Colombíu, Brazilíu, Ítalíu
og íslandi.
Þessi hópur hélt norður til Michigan-
fylkis, að Western Michigan University í
borginni Kalamazoo, sem er um 80 þúsund
manna iðnaðarbær, sunnarlega í Michigan
og miðja vegu milli stórborganna Chicago
og Detroit. Þó að seint sé, væri ekki úr vegi
að kynna lítils háttar aðra íslendinga, er
þátt tóku í námsför þessari. En þeir voru:
Fröken Ingibjörg Stephensen talkennari úr
Reykjavík. Dvaldist hún við Northwestern
University í Evanstone, einni af útborgum
HEIMILI OG SKOLI 35