Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 18

Heimili og skóli - 01.04.1964, Side 18
skjal upp á vasann frá Lions-klúbbi White- villebæjar, reiðubúinn að ljúka síðasta áfanga námsferðarinnar og skila skýrslu um dvöl mína vestan liafs. Meðan ég dvaldist vestan hafs, var ég oft spurður, hvað ég teldi minnisstæðast af því, er ég sá þar í landi. Varð mér þá oftast erfitt um svar og er reyndar enn. Voru það kannski kynni mín af erlendum starfsbræðr- um? Haustfegurð og litadýrð Michigan- ríkis, þúsund vatna landsins vestan hafs. Heimsóknir mínar í ameríska skóla og amerísk skólaæska? Sorgardagurinn mikli 22. nóvember? Undursamleg fegurð og al- þjóðlegur blær San Francisco borgar? Ævintýragarðurinn Disneyland, beatnic- hverfi New Orleans borgar eða Broadway, vagga bandarískrar leiklistar. Amerískur stóriðnaður eða endalaus víðátta og til- breytingarleysi sléttunnar? Allt er þetta meira og minna samofið og nátengt fólkinu, sem býr í landinu sjálfu, og ég held, þegar frá líður, að fólkið verði mér minnisstæðast og hafi vakið hjá mér mesta undrun og aðdáun. I þessu sambandi langar mig þó að taka tvennt fram. í fyrsta lagi er það skoðun mín, að fólk, hvar sem það býr í heimin- um og hver sem litarháttur þess sé, hafi fleiri sameiginleg einkenni en við í raun og veru viðurkennum, og því munur þjóða á milli mun minni en ætla má við fyrstu kynni. Þessu til staðfestingar get ég nefnt eftirfarandi dæmi: 011 höfum við sömu frumhvatir og frumþarfir. Við þörfnumst fæðis, klæðis og skjóls. Öll aðhyllumst við trú eða lífspeki í einhverri mynd, sem gefur lífinu aukið gildi. Öll göngum við sömu lífsbrautina. Við fæðumst, vöxum, þroskumst, hrörnum og deyjum. Fjölskyldu- böndin eru alheimsfyrirbrigði, einnig upp- eldi og mótun æskunnar. í öðru lagi, engin þjóð er fullkomin, hversu voldug og rík sem hún er. Allar þjóðir hafa við vandamál og erfiðleika að etja, sem bíða úrlausnar. Þessi atriði er þó bæði auðvelt að ýkja og afvegaflytja, ekki sízt nú á tímum, öld áróðurs og æsi- fregna. Oft heyrum við meira talað og skrifað um þau 1—1.5%,sem flokkast undir afbrotaæsku Bandaríkj anna. Hin 98,5% vilja því oft gleymast. En amerísk skóla- æska hreif mig og heillaði með sinni frjáls- mannlegu og kurteisu framkomu. Og frá kynþátta-vandamálinu heyrum við meira rætt um álíka atburði og gerðust í Little Rock, en sjaldan getið þeirra skóla, þar sem innritun þeldökkra nemenda hefur gengið þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Auðvitað fannst mér einkennilegt að kynnast því í Suðurríkjunum að svartir menn máttu ekki sækj a sömu veitingahús og hvítir menn. I kvikmyndahúsum voru vissar sætaraðir ætlaðar negrum, en aðrir bekkir fyrir hvítt fólk. Svertingjar sóttu sínar kirkjur og guðsþj ónustur, en sáust ekki í kirkjum hvítra manna. Hvítir menn höfðu sína skóla og þeldökkir aðra. Jafnvel gekk þessi aðskilnaður út yfir gröf og dauða, þannig að svertingjar hvíla í kirkjugörð- um aðgreindum frá grafreitum hvítra manna. Helzta skýring Suðurríkjamanna á þessu fyrirbrigði er sú, að samstarf og sambúð hvítra og svartra manna í Suðurríkjunum hafi aldrei orðið eins náið og í Norður- ríkjunum. Að dagsverki loknu skildust leiðir, hvíti maðurinn hélt heim til sín, en svertinginn fór í aðra átt og þannig sé það enn í dag. Hins vegar trúa Bandaríkjamenn, að lausn þessara mála sé að finna í aukinni menntun meðal þegnanna, betri skólum og hæfari kennurum. 38 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.