Heimili og skóli - 01.04.1964, Síða 26
Séra Birgir Snæbjörns-
son veitir upplýsingar
um guðfræðinóm og
prestsstörf.
r
BÆKUR
OG RIT
Út er komin hjá Ríkisútgáfu námsbóka
ný lestrarbók, — Dýrin tala við Egil, —
eftir Guðmund M. Þorláksson kennara.
Efni bókarinnar er ætlað að glæða áhuga
barna á íslenzkum dýrum, þar sem þau lifa
sínu eðlilega lífi, og búa börnin þannig
undir hið eiginlega nám í dýrafræði.
Sagan gerist í sveit og er þar sagt frá því,
þegar Egill á Brekku fær þá ósk sína upp-
fyllta, að dýrin geti talaö við hann.
Milli samtalsþáttanna eru sögur og ævin-
týri um dýr, ásamt spurningum, sem oröið
gætu tilefni til munnlegra frásagna og
skýringa.
Bókin mundi henta vel þeim foreldrum,
sem vildu lesa hana með börnum sínum og
ræða efni hennar við þau.
Bókin er 80 blaðsíöur í Skírnisbroti,
skreytt 40 myndum, auk kápumynda, og
eru allar teikningar gerðar af Þresti Magn-
ússyni, teiknara.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar hefur annazt
prentun.
❖
Út er kominn hjá Ríkisútgáfu námsbóka
Skriftarmælikvaröi til hliðsjónar við eink-
unnagjöf í skrift. Þetta eru rithandarsýnis-
horn úr skriftarprófum 12 ára barna í
Reykjavík vorin 1962—63. Guðmundur I.
Guðmundsson og Marinó L. Stefánsson
völdu sýnishornin. Alls eru sýnd dæmi um
skrift 22 einstaklinga og er tveim rithönd-
um, að einhverju leyti ólíkum, raöaÖ saman
á síðu með sömu einkunn. Er þess vænzt,
að skriftarsýnishorn þessi geti orðið mæli-
kvarði við einkunnagjafir í barnaskólum,
er kennarar hafi til hliðsjónar, þegar skrift
eldri barna er metin, einkum við barna-
próf.
Prentun annaðist Lithoprent h.f.
46 HEIMILI OG SKOLI