Heimili og skóli - 01.04.1965, Page 8

Heimili og skóli - 01.04.1965, Page 8
SNORRISIGFÚSSON, fyrrverandi ndnustjóri: ÚTVARPSERINDI IIN DAGINN OG VEGINN Ekki þarf sérlega athugulan áhorfanda nú til að skynja það að eitthvað sé bogið við ástandið á þjóðarheimilinu, — að ein- hver uggur um framtíðarheill þjóðarinnar læsi sig um þjóðlíf vort. — Blöðin, sem segjast vera rödd hennar og samvizka, fara flest ekki sérlega dult með það, að meir en lítið sé bogið við ástandið, þótt misjafnlega opinská séu. En það mun mega fullyrða, að öll birti þau oft og mörgum sinnum fréttir af margs konar misferli og ískyggilegu ástandi, sem vakandi mönnum er ekki vanþörf á að íhuga og reyna til að koma sér saman um að ráða bót á. Því að ekki mun það ætlan neinna, að sæmatidi sé að fljóta sofandi að feigðarósi, heldur hitt, að freista þess að stemma stigu við ófarnaði svo sem framast er unnt og í tíma. Ekki mun hér tími og enn síður tæki- færi, til þess að ræða þessi efni að nokkru ráði, þótt vilji væri til þess. En frá mínum gömlu bæjardyrum séð, mætti þó ympra á ýmsu sem vert er að hugleiða, þótt engin ný bóla sé. — Og mætti þó segja, að af nógu sé að taka. En það þykist ég skynja, að ef benda ætti á eitthvað sérstakt, sem vera mundi helzta orsök og undirrót að margs konar misferli og böli í þjóðlífi okkar nú, þá sé það hin mikla og hóflausa vínnautn. Að þeim bölvaldi verðum við nú að beina miklu sterkari athugun og aðgerðum en hingað til hefur verið gert. Ég gæti trúað, að við séum flest sam- mála um þetta, eða a. m. k. mætti við því búast. Ég tel alveg víst, að allir foreldrar óski þess, að börn þeirra lendi ekki í klóm Bakkusar. En hann er sterkur á svellinu og við ósammála um leiðir til að skerða vald hans. — Hin fína tízka er þjónn hans, og í henni viljum við tolla, hvað sem tautar. En kannski við gætum orðið sammála um eitt, — sammála um það, að sleppa einni auglýsingu, að þegar menn í veizlum langar til að láta mynda sig og birta þá mynd, þá geri þeir það án þess að hampa glasi. — Þetta er ósköp einfalt og útláta- laust, en gæti verið í áttina, því að for- dæmi og fín tízka er áhrifarík. En annars skal ég nú ekki frekar út í þessa sálma fara, þótt nægilegt efni væri til, og meir en það. 28 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.