Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 16
STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON SKÓLASTJÓRI: KRISTINFRJEÐIKENHSIA Þó að kristinfræði væri upphaf og kjarni almennrar fræðslu, og lestur væri fyrst og fremst kenndur til þess að menn gætu lesið Guðs orð, er það fyrir löngu orðin gömul saga, að aðrar námsgreinar krefjast rúms innan skólakerfisins, svo að kristinfræðin hefur verið á stöðugu undanhaldi. Segja má, að hún sé alger hornreka orðin, þegar hámark þess stundafjölda, sem henni er ætlaður, er tvær stundir á viku fjögur síð- ustu árin fyrir fermingu, og engin stund ætluð þeirri fræðslu eftir það. Þessi þróun virðist hafa verið þjáningarlítil hér á landi, ef borið er saman við þá hörðu baráttu, sem háð hefur verið í nálægum löndum af formælendum þessarar námsgreinar. Varla verður annars vart, en að menn uni þessum rólegheitum vel. En vegna þess að þau gætu stafað af andvaraleysi, sem að lokum leiddi til óbætanlegs tjóns, og eins vegna hins, að enn leita nýjar og „nytsamar“ námsgreinar með vaxandi þiinga inn fyrir veggi skólans, er áreiðanlega ekki ásæðulaust að nema staðar og hugleiða tilgang og gildi kristin- fræðikennslunnar. Sára sjaldan verður maður var við beina andúð á kristinfræðinni sem námsgrein. Þvert á móti munu langflestir líta á hana sem nauðsynlegt mótvægi gegn siðferði- legri upplausn og afbrotum. Það er augljóst mál, að því víðtækari sem þekking manna er, því meira tjóni geta þeir valdið, ef þá skortir siðferðilegan skilning, vilja og þrek til að nota þekk- inguna, sjálfum sér og öðrum til heilla. Það hlýtur þess vegna að vera ófrávíkjan- leg skylda heimila, skóla og annarra upp- alenda að „kenna þeim unga þann veg, sem hann á að ganga“, og fæstir mundu mæla gegn því, að til þeirra hluta væri kristinfræðin allra námsgreina líklegust. Hitt virðist alltof mörgum hulið, að sið- ferðilegt takmark má ekki og getur ekki verið eina takmark kristinfræðikennslunn- ar, ef hún á að ná tilgangi sínum. Siðgæði allra þjóða og einstaklinga er mjög háð guðshugmyndum þeirra og trú- arafstöðu. Bili trúin og meðvitundin um hlýðnisskyldu, fellur siðgæðið saman, nema 36 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.