Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 19
Kennari í 50 ár JÓHANNES GUÐMUNDSSON HÚSAVÍK Starfsmenn ríkisins verða að láta af störfum, þegar þeir eru 70 ára. Þetta eru landslög. Margir þeirra hafa þá enn sæmilega starfsorku. En nauSugir, viljugir, verSa þeir aS víkja úr verkahring sínum, og á öSrum sviSum verSa torfengin verk viS þeirra hæfi. Á þessum tímamótum hefur því margan manninn „fjaraS uppi svo sem hornsil“, svo aS notuS séu orS Arnar stýri- manns í Laxdælasögu um strandaSa skips- höfn. Sumir starfsmenn ríkisins hafa fund- iS sér önnur viSfangsefni, eftir aS þeir hafa verið dæmdir úr leik samkvæmt lög- um. Þannig hafa þeir orðiS hlutgengir á sviSi starfs og athafna, meSan kraftar hafa enzt. Jóhannes GuSmundsson, kennari á Húsa- vík, náSi 70 ára áfanganum fyrir tveim árum ff. 1892). Þá varS hann aS láta af kennarastarfi. En honum var ekki aS skapi aS leggja árar í bát. SíSan hefur hann haft meS höndum tíinakennslu og einkakennslu smábarna. Lög landsins leyfa þaS. SíSast- HSiS vor hafSi hann stundaS barna- og unglingakennslu í 50 ár samfleytt. Senni- lega eiga fáir núlifandi kennarar aS baki lengri starfsdag. VirSist mér vel fara, aS vakin sé athygli á þessu. Ég naut kennslu Jóhannesar vetrarpart á fyrstu starfsárum hans viS Lfnglingaskól- ann í Húsavík. Þeim skóla veitti þá for- stöSu Benedikt Björnsson, hinn mætasti maSur og merkur skólafrömuSur. Eftir þetta rofnuSu kynni okkar aldrei aS fullur og síSustu tvo áratugina höfum viS haft sitthvaS saman aS sælda. Ymis áhugamál höfum viS átt sameiginleg. BáSir hafa stundaS barnakennslu. Auk þess höfum viS veriS nágrannar. Allir kunnugir vita, aS Jóhannes GuS- mundsson hefur ávallt leitazt viS aS inna af höndum störf sin af fyllstu trúmennsku og samvizkusemi. Vinnusvik eru honum viSurstyggS, og grandvarari mann getur varla. Hann hefur því einatt notiS trausts og virSingar samstarfsmanna sinna og ann- arra, er honum hafa kynnzt. Hann hefur aldrei hrópaS á gatnamótum eSa almanna- torginu til aS vekja á sér athygli. Ekki hef- HEIMILI OG SKÓLI 39

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.