Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 12
ur sig þá líka sums staðar hafa það, að leggja á veg þeirra tálsnörur, sem eru var- hugaverðar. Þó er lofsvert margt sem fyrir þau er víða gert, þeim til hjálpar og þroska, en mikils þarf með ef heimilið bregst, og hætt við að fátt verði þá til bjargar. Og hvers er að vænta af óþroskuðum unglingi, með fullar hendur fjár, þegar hann sér hinn fullorðna lifa eyðslu- og óhófslífi. En víkjum nú að öðru, — og þó í sömu áttinni. Mér hefur oftast verið tíðræddast um skólana og kennslumálin, hafi ég hingað komið. — Og það er m. a. af því að ég tel uppeldismál þjóðarinnar merkustu við- fangsefni hennar og afdrifaríkust. Og um þau hugsa kennarar jafnan mest allra mála, að ég hygg. En nú skal ekki mikið að þeim v.ikið. Ég hef nýlega í viðtali við blað látið upp álit mitt á ýmsu í fari skólanna, m. a. það, hve mikill vandi það sé, svo vel fari, að skammta börnum heimaverkefni. En sé þess ekki gætt, að hver og einn fái þar rétt- látan og viðráðanlegan skammt, er sú hætta yfirvofandi, að skólinn ali á óánægju og kæruleysi, sem orðið getur að eins konar þjálfun í sviksemi. Handahóf í þessum efnum, og sú tilhneiging, að þenja sig yfir sem mest námsefni, er hættubraut. Það þurfa kennarar að gera sér ljóst. Þar er hóf ogaffgát ein af áó'/«eí'dyggðum kennarans, hvað sem öllum námskrám líður, sem oft bera með sér meira kapp en forsjá. I dönsku blaði í haust, sá ég sterkar að- varanir í þessa átt. Þar var á ferð kennslu- fróður sálfræðingur, sem ræddi um heima- verkefni barna og unglinga. Hann telur algengt að börn eyði of miklum tíma í heimaverkefnin, af því þau fari skakkt að. Ekki megi gera ráð fyrir að börnum sé ætlað meir en 1—1 V2 klukkustundar vinna heima ofan á tilskilinn skóladag. En höfuð- atriðið sé: Rétt vinnubrögð og Aó/legar kröfur kennarans. Og í sambandi við heima- námið benti hann foreldrum á fjögur at- riði, sem í sjálfu sér eru ekki allt nein ný- mæli, en þýðingarmikil samt. 1 fyrsta lagi skyldu börnin eiga hvíld að vild fyrstu klukkustundina eftir að þau koma heim úr skólanum. Og hefja síðan heimanámið alltaf á sama tíma og á sama stað. Nauðsynleg er alger kyrrð, svo að hægt sé að einbeita huganum, — það sé al- rangt að hafa útvarpstæki opið, sem sumir venji sig á. Hitt sé aftur á móti nauðsyn- legt, að hvíla sig stund og stund, en kepp- ast við á milli. Og svo telur hann það ágæta reglu, sem margir munu kannast við, að hlýða sjálfum sér yfir aðalefni þess, sem numið er, og grópa þá í hugann það sem myndir sýna, sem kynnu að fylgja til út- skýr.inga. •— Með þessu móti, að keppast við stund og stund í algerðri kyrrð og næði, með smáhvíldum, sé hægt að komast af með miklu styttri tíma til hóflegs heima- undirbúnings, en ella. Alrangt sé, að láta börn sitja lengi með bókina í skvaldri og á hrakningi hér og þar í heimilinu, og á ýms- um tímum, rétt þegar hinum fullorðnu sé það hentugast. Ur slíku fyrirkomulagi verði venjulega þvarg og margs konar árekstrar, sem öllum námsárangri spilla, og valda oftast leiðindum og kæruleysi, sem ósjald- an endar með hinni alkunnu gleymsku, það er að segja, að ekkert verður úr náminu heima. — Þess vegna sé réttast að hafa á þessu fasta reglu, sama tíma, sama stað, og kapp með smáhvíldum — í sem allra mestri kyrrð og næði. Þetta er að sjálfsögðu hægar sagt en gert, og þekkja það allir. En hér er mikið í húfi fyrir velferð barnsins og heimilisins, og því ætti ýmislegt annað og ónauðsyn- 32 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.