Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 14
trú, að slíkir menn komi fram þegar hin ytri skilyrði eru fengin. Við hljótum að eiga slíka efniviði, eins og aðrir, þegar á reynir. Það er drengilegt og sjálfsagt að reyn- ast gömlu fólki vel. Hitt er þó enn betra og afdrifaríkara, að veita hinum ungu góð skilyrði til vaxtar og þroska. Þeir eiga þá framtíð, sem hver samtíð er að skapa. Og hún þarf að fara batnandi. En þá er vissulega margs að gæta. Hér í Útvarpinu var á s.l. sumri meðal annars bent á gildi agans. „Aga er þörf“, sagði sá er flutti það mál, maður sem óhætt er að taka mark á, einn af yngri og ágæt- ustu skólastjórum landsins, Ólafur Haukur Árnason. Hann hafð.i vissulega rétt að mæla. Aga er þörf í heimilum og skólum, og á vinnustöðvum, meiri aga en nú ríkir allt of víða. Aagaleysi er siðleysi og menn- ingarleysi, sem hefnir sín og verður að lok- um öllum til tjóns. Því er það hverju orði sannara, að án aga er allt mannlíf formlaus óskapnaður. — Og lítils góðs er að vænta af þeim upp- ureldisstöðvum, þar sem fáar eða engar reglur eru í heiðri hafðar, en allt látið velt- ast og vöðlast áfram einhvernveginn, ráð- laust og kærulaust. Frá slíku uppeldi þarf varla að búast við löghlýðnum þegnum. Og hér er einmitt komið að alvarlegri veilu í fari okkar, sem veita þarf athygli. Löghlýðni, virðing fyrir lögum og rétti, þarf að efla meðal þeirra, sem upp vaxa nú. Því mega heimilin og skólarnir ekhi gleyma, -— enginn ráðamað- ur, hvort sem hann er hátt eða lágt settur á þ j óðarheimilinu, Einn er sá þáttur í fari flestra þjóða, sem við erum blessunarlega lausir við, en það er herskyldan. En það mun nú samt vera talið, að sú skyldukvöð þjálfi unga menn til aga og hlýðni við reglur og boð, og sé því nokkurs virði í þjóðauppeldinu. Má vel vera að svo sé, og raunar varla vafa- mál, og má þá segja, að fátt sé svo illt að enginn kostur fylgi. En gætum við ekki á ný hafið umræður og gert að veruleika miklu göfugri kvöð og kallað þegnskyldu, þá gömlu hugmynd dul- spekingsins þjóðkunna, Hermanns Jóns- sonar skólastjóra og alþingismanns, að hvert ungmenni gœfi landi sínu starf nokkra mánuð.i ævi sinnar til þess að gera landið betra og búa þannig í haginn fyrir sig og alia sem á eftir koma? Mundi ekki sú fórn verða mikilsvert þroskameðal og þjálfun til aga og skilnings á samfélagslegum og siðlegum verðmætum, sem efla þarf og vernda? Væri þessi leið ekki enn brýnni nú en forðum, þegar skammsýnin varð henni að falli? Gæti hún ekki orðið vísasti vegurinn til gagnmerkrar ræktunar lýðs og lands? „SÚ MESTA kurteisi, sem mér hefur verið sýnd, kom frá bláókunnugum manni. Ég og vinkona mín höfðum fengið okkur sæti í veitingastofu einni, og þar sátum við góða stund yfir kaffibollum og röbbuðum um daginn og veginn. Þegar við höfðum lokið við að drekka kaffið, spurði ég þjón- inn, hvað við skulduðum. En hann gaf þær upplýsingar, að herrann, sem sat við næsta borð, hefði þegar greitt fyrir okkur. Undr- andi snerum við okkur til ókunna manns- ins til að þakka honum fyrir. „Ekkert að þakka,“ sagði hann. „Mér var það óblandin ánægja að sitja hér heil- an klukkutíma og hlusta á ykkur án þess að heyra eina einustu slúðursögu.“ ❖ 34 HEIMILi OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.