Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 25
hinum sterkari þáttum hjá barninu. Minn- ist þess, að barnið lítur á sig sem þann, sem er að tapa í orrustu lífsins, af því að honum er meinað að tjá sig eins og aðrir menn. Hann verður þá að reyna að sigra á einhverjum öðrum vígstöðvum, svo að hann glati ekki trúnni á sjálfan sig. Það vilja allir sigra í lífinu. Ef til vill getur drengurinn brotið sér einhverja aðra leið frá vanmátt- arkenndinni og fundið sér eitthvert verk- efni. þar sem hann getur notið krafta sinna og hæfileika. Þrátt fyrir bezta vilja foreldranna, standa þeir ráðþrota gagnvart þessu vandamáli. Þetta leyndardómsfulia stam þjáir barnið þeirra, jafnvel þótt þau fylgi öllum þeim góðu ráðum, sem þau hafa fengið. Þeir vita það og barnið einnig, að það er allt í lagi með sjálf talfærin. Allt gengur vel, þegar barnið syngur, og allt gengur líka vel þegar barnið er e:tt út af fyrir í ró og næði og talar við brúðurnar sínar, dýrin sín, eða við sjálft sig. En þegar eitthvað kemur fyrir, sem reynir á drenginn eða stúlkuna, og þau verða áköf, þá koma þau ekki upp nokkru orði. Drengurinn vex, og hið hættulega tíma- bil rennur upp, þegar skólaganga hefst. Stundum gerast nokkurs konar undur á þessum aldri. Það ber við að barnið á fyrsta skólaári sínu komist yfir þetta dularfulla fyrirbrigði. En hjá öðrum situr aílt við það sama. Nú fyrst er ástandið orðið alvarlegt, og veltur á miklu, að reynt verði fyrir alvöru að hjálpa barninu til að taka þessum örlög- um, og reyna að gera eins gott úr þessu og unnt er. Oft er gagnger bylting á umhverfi hið eina, sem kemur að gagni. Það er ekki þar með sagt, að hið fyrra umhverfi hafi verið barninu skaðlegt. Heldur hitt, að ef það á að takast að breyta um lífsvenjur, verður helzt að byrja í nýju umhverfi. Því miður eigum við hér í Noregi aðeins- einn skóla fyrir börn og ung- linga, sem stama, þess vegna eru þar alltaf margir á biðlista. Foreldrar og aðrir ráðamenn eiga engu að síður að reyna að koma börnum sínum þangað, þar er allt gert til að hjálpa þeim. Þar eru drengir og telp- ur saman og nú hljómar spurn- ingin: „Hvers vegna er þetta lagt á mig?“ Þessi ógæfa hef- ur komið yfir aðra líka, dálítið öðruvísi. Einmitt þetta breytta viðhorf leiðir til þess, að nú fara börnin að hjálpa hvert öðru. Skólinn er staðsettur úti í sveit í kyrrlátu umhverfi. Þarna fá börnin góðan mat, loftið er hreint, mikill svefn Sörtgur 09 Kóttbundin músik gerir hreyfingarn ar frjólslegri. HEIMILI OG SKÓLI 45

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.