Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 27
einir áður. Hér kynnast menn ekki öðru en vináttu og skilningi, en jafnframt föstum og ákveðnum vilja til að sigrast á ógæfu sinni og þeirri hættu, sem er henni samfara, sem sé að dylja sig bak við stamið. Það er reynt að koma þeim í skilning um, að þeir komist ekkert áfram með því að segja alltaf: „Þetta get ég ekki, því að ég stama.“ Leyndar, innibyrgðar hugsanir verða að koma fram í dagsljósið, svo að hinir stam- andi einstaklingar geti horfzt í augu við lífið af hugrekki og bjartsýni. Það getur oft orðið erfitt að gera sér það Ijóst, að það er engum til góðs að fela sig á bak við veikleika sinn, og þykjast oft vera brjóst- umkennanlegri en maður er. En það er ein- mitt þetta, sem er hluti af lækningunni. Dvöl á slíkum skóla einhvern ákveðinn tíma gefur oft góða raun. Og oft er þessi góði árangur varanlegur, og nú má fara að tala um raunveridega lækningu. En oft sækir aftur í sama horfið. Kannski vegna þess að hinn stamandi hefur aðeins lært að breiða yfir, leyna veikleika sínum. Hræðslan býr inni fyrir, og það er flestu öðru mikilvægara að hjálpa þessu fólki til að sigrast á óttanum. Það er enn mikilvæg- ara en þótt hægt væri að sigrast á staminu um stundarsakir. Ef hægt væri að koma sjúklingunum í skilning um, að stamið er oðeins eitt af mörgum öðrum vandamál- um, sem menn eiga við að búa, er góðum áfanga náð. Þá höfum við kennt nemend- um okkar, að losna við þá sorglegu af- stöðu: „Að vandamál mitt er hið eina og raunverulega vandamál, sem við er að fást.“ ^kólaskýrila barna- og gagnfræðaskóla Reykjavíkur skólaárið 1963—64. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur tekið þessa skýrslu saman, sem er allmikið rit, eða um 100 blaðsíður að stærð. Skýrsla þessi flytur geysilega mikinn fróðleik um skólahald í Reykjavíkurborg. Meðal annars sézt þar, að barnaskólar borgarinnar eru 13, en gagnfræðaskólar 8. Fastir kennarar við barnaskólana voru 259, en fastir kennarar við gagnfræðaskólana 194. Samtals við barna og gagnfræðaskóla 453. Auk þess er fjöldi stundakennara. Þá er þarna ítarleg skýrsla, sem nefnist: Kennt og lesið í 3. og 4. bekk gagnfræða- skólanna, einnig er sagt frá ýmsum þátt- um í skólastarfinu sem eru utan við venju- legt nám, svo sem lúðrasveitir drengja, barnalesstofur og sparifjársöfnun skóla- barna og kemur þar fram, að merkjasala yfir skólaárið varð 164.603,00 og inn- stæðuaukning í barnabókum við Lands- bankann var um 2 milljónir króna. Þá er þarna forvitnileg skýrsla, sem nefnist: Fréttir frá skólum og hefur þar hver skóli sína sögu að segja um ýmislegt það, sem fram fer, sem ekkert á skylt við stundaskrána, þetta er hið frjálsa starf, sem er eins konar salt skólalífsins. Það yrði of langt mál að skýra frá þessu starfi hér, en þetta er þó einna eftirtektarverðasti kafli skýrslunnar. Loks er svo kafli, sem nefnist Sálfrœði- þjónusta í barnaskólum Reykjavíkur, tek- inn saman af þeim Jónasi Pálssyni sál- fræðingi, sem er forstöðumaður sálfræði- þjónustunnar og Kristni Björnssyni, sál- fræðingi, sem er samstarfsmaður hans. Þarna vinna einnig Guðrún Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi, svo og fastur taugalæknir. Skýrsla þessi er hin merkilegasta og sýnir hve þörfin er mikil fyrir sálfræðiþjónustu í barnaskólum landsins, einkum hinum stærri. HEIMILI OG SKÓLI 47

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.