Heimili og skóli - 01.04.1965, Síða 21

Heimili og skóli - 01.04.1965, Síða 21
Segia M diur a tui er of scint Einhver allra duglegasti pilturinn í menntaskólanum okkar í Wien var korn- ungur, aðeins 16 ára gamall. Hann var óvenjulega gáfaður, iðinn og kappsfullur, auk þess var hann vel upp alinn. Við köll- uðum hann „Metternich“ eftir hinum mikla austurríska stjórnmálamanni á Napóleons- tímanum. Við trúðum því ákveðið, að EFTIR STEFAN SWEIG hann, vegna gáfna sinna og dugnaðar, myndi síðar eiga sér glæsilegan stjórnmála- feril. Það eina, sem við gátum ekki sætt okkur við í framkomu hans, var, að okkur þótti hann tilgerðarlegur í klæðaburði. Á hverjum morgni var hann í nýpressuðum buxum og með mjög vandlega hnýtt bindi, og þegar veður var vont, ók bílstjóri föður hans með hann í skólann og úr skólanum aftur í hinum fína fjölskylduvagni. En hann var ágætur drengur og það vottaði ann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1914. Hann var vegavinnuverkstj óri mörg sumur hér og þar um Norðurland. í hreppsnefnd Húsavíkurhrepps sat hann um skeið. For- mannsstörfum í Verkamannafélagi Húsa- víkur gegndi hann um tíma. í stjórn Al- þýðuflokksins hefur hann setið, ennfremur í stjórn Kennarafélags S.-Þing. og Kenn- arasambands Norðurlands. Fleiri trúnaðar- störf mætti nefna, er Jóhannesi hafa verið falin, en hér verður staðar numið. I desember 1964. Þórgnýr Guðmundsson, frá Sandi. aldrei fyrir hroka eða stærlæti í fari hans og okkur þótti öllum vænt um hann. En einn morgun var stóll „Metternichs“ auður. Við vissum öll hvernig á því stóð. Kvöldið áður var faðir hans, sem var bankastjóri, tekinn fastur. Hann hafði dregið sér fé bankans í stórum stíl, og þar með höfðu fjöldamargar fjölskyldur, sem höfðu með súrum sveita sparað saman fé sér til öryggis, misst allt sparifé sitt. Blöð borgarinnar sögðu frá þessu með risastór- um fyrirsögnum ásamt mynd af svikaran- um og fjölskyldu hans. Nú vissum við hvers vegna hinn óham- ingjusami vinur okkar hafði ekki komið í skólann. Hann skammaðist sín. I nokkrar vikur meðan dagblöðin héldu áfram að flytja nýjar og nýjar upplýsingar um svik bankastjórans, var sæti „Metternichs“ alltaf autt. En svo er það einn morgun, að dyrnar á kennslustofunni opnast og ,,Metternich“' læddist hljóðlega inn og sezt í sæti sitt.. Hann opnaði bækur sínar samstundis og forðaðist að líta upp. Þannig sat hann allan tímann. Þegar hringt var út, fórum við eins og venjulega fram á ganginn. „Metternich“ gekk þegar að glugganum fyrir enda gangs- ins. Þar stóð hann aleinn, sneri baki að okkur hinum og starði út, eins og hann sæi eitthvað fyrir utan, sem vekti svona eftir- tekt. En við vissum vel, að vesalings piltur- inn gerði þetta til að komast hjá því að horfa í augu okkar, og hefur vafalaust fundið til átakanlegrar einsemdar þarna sem hann stóð. HEIMILI OG SKÓLI 41

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.