Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 23
STAM Þessi kafli er tekinn úr ritlingi, sem nefnist „Barn med Talevansker", eftir Solveig Pahle, og er 6. bókin í safni uppeldisfræðilegra rita, sem félagsmólaróðuneytið norska gefur út. Ritstjórinn. „Sá, sem þegir, stamar ekki,“ sagði drengurinn, og þagði mest alla ævi sína. Hann var gáfaður og heilbrigður, það var aðeins þetta „eina“ að: Hann stamaði. Þegar aðrir drengir komu saman til leika, var Pétur þar aldrei með. Hann fór einför- um. Það var svo sárt að geta aldrei sagt hug sinn. Það var nógu erfitt í skólanum. Það var hreinasta plága, þegar kennarinn tók hann upp í landafræði eða sögu. Hann vissi, að hann kunni þessi fræði betur en nokkur annar í bekknum. Annars las hann miklu meira en skólabækurnar sínar, þegar honum þótti gaman að bókunum. Hann safnaði frímerkjum og lærði á þann hátt mikið í landafræði. Hann gat staðið tím- unum saman og brotið heilann um hvernig hann gæti komizt fram hjá þessum bók- stöfum, sem verstir voru. Það sat eins og kökkur í hálsi hans og komst engin önnur hugsun að. Það var alveg sama þótt kenn- arinn reyndi að hjálpa honum yfir þessar torfærur. Drengirnir stríddu honum heldur aldrei. Það fór þó ekki fram hjá honum, hvernig þeir litu hver til annars, þegar hann „var uppi“. Pétur er aðeins einn af þeim mörgu drengjum og stúlkum, sem verða á leið okkar, sem eru haldin af þessum lítt bæri- lega málgalla. Hann á marga þjáninga- bræður og systur, sem blátt áfram þjást af ótta, er þau þurfa að tala. Uppeldisfræðingar og læknar hafa lengi fengizt við þetta mikla vandamál, en þeir hafa enga lausn fundið enn. Sá, sem stamar, leitar sjálfur í örvæntingu eftir ástæðum Það verður að komo með lífið inn i skóla- itofuna. HEIMILI OG SKÓLI 43

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.