Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.04.1965, Blaðsíða 9
Það er allmikið um það rætt og sum blöð tekið þar undir, að heimilin í landi voru, allt of mörg, séu að bregðast upp- eldisskyldum sínum, — að þau herji meiri og minni upplausnarandi allt of víða, — þótt misjafnlega sterkt sé að orði kveðið. En sé eitthvað hæft í þessu, má víst með sanni segja, að þá sé illa komið högum okkar, ef slíkir hornsteinar þjóðlífsins bregðast í vaxandi mæli. Víst má annars segja það, að alla tíð hafi þessir hornsteinar reynzt misjafnir, en það raskar þó ekki þeirri staðreynd, að íslenzk heimili hafi jafnan og yfirleitt reynzt traustar uppeldisstöðvar. Við eldra fólkið minnumst þessara fastmótuðu og oftast mannmörgu heimila, sívinnandi og árvökru uppeldisstöðva, þar sem hverju harni var innrætt siðgæði vinnuseminnar og trúmennskunnar við sjálfan sig og aðra, glædd sannsögli og réttsýni í sam- skiptum við náungann, og lotning fyrir guði. Slík heimili ólu upp mína kynslóð. Og þótt sitthvað væri að, og heldur fátæklega að okkur búið, þá voru þau dýrmætur skóli í heild sinni og styrkleika, sem reynzt hefur mikils virði. Og er ég nú lít til baka til starfsævi minn- ar sé ég enn fyrir mér þessi fastmótuðu heimili, þótt mannfærri séu. Því að eins og nærri má geta, hef ég kynnzt fjölmörg- um þeirra á langri starfsævi. Því að það var föst starfsregla allra minna mörgu skólastjórnarára, að vera í sem nánustu samstarfi við heimilin. Og það var góð regla, sem öllum reyndist vel. Ég minnist heimilanna á Flateyri, og raunar í sveitinni allri í Onundarfirði, með sérstakri ánægju. Um þau mátt yfirleitt segja, að þau væru hvert öðru ágætara. Þau skiluðu prúðum og læsum börnum til skólans, og reyndust frábærlega traust í öllu samstarfi. — Þessu fólki má líka segja að hafi vegnað vel. Og svipað get ég sagt um heimilin á Akureyri. Þau áttu að sjálfsögðu í meiri erfiðleikum vegna meira fjölmennis og fjölþættari truflana af þeim sökum. Og erfiðara var að kynnast þeim öllum náið. — En ég get samt með góðri samvizku fullyrt það, að þau reyndust yfirleitt með ágætum. Það voru að vísu til léleg heimili, en ekki fleiri en það í svo stórum bæ, að ég get talið þau á fingrum mér, og þarf varla báðar hendur til. Enda bar það til hreinna undantekninga á þeim árum, að lögregla þyrfti að blanda sér í málefni barna og heimila. Svo fá og smá voru þá afbrotin, ef þau voru þá nokkur. Og það er ekki meira en einn áratugur síðan ég hafði allveruleg kynni af heimil- um skólabarnanna á öllu námsstjórasvæði mínu norðanlands. Þau kynni voru að vísu mest gegnum kennarana og skólana, og að sjálfsögðu all misjöfn. En þó það náin, að er ég rifja þetta upp og fletti minnis- blöðum fer því fjarri að nokkur upplausn- arandi herjaði þá heimilin. Þó að misjafnt væri, báru kennarar heimilunum yfirleitt góða sögu. Alltaf voru að vísu einhverjar undan- tekningar, sem jafnan má gera ráð fyrir, og þá helzt á þéttbýlustu stöðunum. En langflestum heimilunum mátti treysta til góðra hluta. — Og ég hef sterka tilhneig- ingu til að trúa því, að svo hafi yfirleitt verið um land allt. En hefur þá þetta breytzt til hins verra hin allra síðustu ár? Og hver væri þá orsökin, ef svo er? Um þetta má eflaust segja, að í fljótu bragði sé varasamt að fullyrða mikið að lítt rannsökuðu máli, því að margt geti til HEIMILI OG SKÓLI 29

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.