Heimili og skóli - 01.04.1970, Page 7

Heimili og skóli - 01.04.1970, Page 7
Fró sýnikennslu, sem höfð vor i samkomuhúsinu ó Akureyri. hann myndir, sem sýndu talstöðu nokkurra auðveldustu samhljóðanna. Þessar myndir sýndi ég dr. Birni Guðfinnssyni. Hann gaf mér ýmsar góðar ábendingar og hvatti mig eindregið til að halda áfram. Mörg ár liðu. Eg notaði myndirnar með góðum árangri og fann greinilega, að börnin skildu betur starfsemi talfæranna við lestrarnámið og í mæltu máli. Sumarið 1964 hóf ég svo að nýju starf við ialstöðumyndirnar. Fékk þá í lið með mér hinn ágæta teiknikennara Gagnfræða- skóla Akureyrar, Einar Helgason. Við end- urbættum eldri myndirnar og bættum fjöl- mörgum nýjum við. Þær sýna myndunarhátt og myndunarstað allflestra íslenzkra mál- hljóða. Tvær myndir eru um hvert málhljóð. Vandasömust reyndist gerð sérhljóðanna, en í því efni fékk ég mikilsverða hjálp hjá röntgendeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar, en starfsfólkið þar annaðist röntgen- myndun fjarlægustu og nálægustu sérhljóð- anna samkvæmt mínum framburði. Hvern þrosha þarf barn að liafa til þess að teljast hœft til að hefja lestrarnám? Mikilsvert er að málfarið sé sem lýta- minnst, og þá einnig það, að barnið kunni að tjá sig skilmerkilega. Ég met mikils, að barnið kunni rétt blýantshald og geti beitt nokkurri færi í meðferð hans. Mjög mikil- vægt er, að „áttaskyn44 sé því tiltækt. Sálfræðingar mæla þroska barna og skil- greina hina ýmsu þætti hans. Greindarþrosk- ann mæla þeir í stigum. Ég tel, að slíkar mælingar væri nauðsynlegt að framkvæma við upphaf lestrarnáms í skólum, og börn- in síðan flokkuð samkvæmt þeim. Getur kennari flýtt fyrir þroska nemenda sinna? HEIMILI OG SKÓLI 27

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.