Heimili og skóli - 01.04.1970, Síða 11
hjá æskulýðsfélögum og öðrum samtökum,
eða sjálfir þátttakendur í túlkun leikhús-
verka.
Þá er einnig deild, sem fjallar um norræn
mál og menningu. Þessi deild er fyrst og
fremst ætluð þeim, sem þegar hafa numið
við lýðháskólann og lokið þaðan námi í al-
mennum lesgreinum. I þessari deild rnega
einnig vera stúdentar og verðandi kennarar.
Deildin starfar í námskeiðum og með val-
greinum.
Að lokum er svo deild um almenn lýðhá-
skólaefni. Þar er um að ræða námskeið, sem
felur í sér kjarna þeirra þátta, er mikilvæg-
astir teljast og áður numdir í skólanum.
Nám í þessari deild jafngildir síðara ári í
lýðháskóla.
Margir spyrja: „Hver eru réttindi lýðhá-
skólanema?“ Þessu er fljótsvarað. Próf frá
lýðháskóla er í sænska ríkiskerfinu ekki tal-
ið gefa nein réttindi. Þó má hiklaust telja,
að hann sé engu lakari en hliðstæður ungl-
ingaskóli og af sumum talinn mun betri. Því
hafa ummæli skólastjóra þessa skóla eða
annarra háttsettra starfsmanna skólans,
varðandi nemendur, nokkurt gildi og hafa
oft verið talin fullnægjandi gögn fyrir þá,
sem lokið hafa prófum frá skólanum og
hyggjast halda áfram námi við aðra skóla.
Nú er töluvert talað um það í Svíþjóð, að
beztu nemendur lýðháskólanna ættu að fá
leyfi til þess að fara beint úr þeim og inn í
vissar deildir háskólanna, án þess að fara í
menntaskóla.
Dagskrá skólastjóramótsins.
Þegar farið var frá íslandi, lá fyrir dag-
skrá varðandi dvölina í Svíþjóð. Þar var
gert ráð fyrir að skólastjórar sæktu fyrir-
lestra í skólanum fram að hádegi, en færu
Lýðháskólinn í Kungalv (jyrirlestrarsalur).
í skoðunar- og kynnisferðir eftir hádegi.
Reyndu að kynnast sem flestum greinum í
sænskum skóla- og uppeldismálum og færu
því í nærliggjandi borgir þar sem skóla-
starfið væri fjölbreyttara en í Kungálv.
Réttincli lýðháskólanema.
Áður en ég segi frá ferðum þessum og
kynnum okkar af sænskum skólum og skóla-
starfi, þá ætla ég í stuttu máli að gera grein
fyrir sænska skólakerfinu. Mun ég að
nokkru leyti styðjast við erindi Magnúsar
Gíslasonar kennara í Kungálv, en í upphafi
mótsins flutti hann um þetta efni ágætt er-
indi.
Skólaskylda í Svíþjóð.
Skólaskylda í Svíþjóð hófst árið 1892 og
hefur haldizt óslitið frá þeim tíma. Nú er
verið að semja nýja fræðslulöggjöf, sem á að
koma til framkvæmda árið 1972. I sænsk-
um skólum hefur verið lögð mikil áherzla á
að nemendurnir væru virkir í störfum og að-
löguðust samfélaginu, enda sé það skylda
skólanna, á hverjum tíma, að leitast við að
koma öllum nemendum til nokkurs þroska.
HEIMILI OG SKOLI
31