Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 13
2. Félagslegt sjónarmið. Þótt leiðinlegt
sé frá að segja, þá eru 6 ára börn að verða
félagslegt vandamál. Þetta á sérstaklega við
um þéttbýli og vegna síaukinnar hlutdeildar
giftra kvenna í athafnalífinu, eins og áður
hefur verið drepið á. Þetta leiðir af sér auk-
inn þrýsting til að koma börnunum í skóla
og fyrr en almennar reglur ákveða.
3. Þjóðhagslegt sjónarmið. Sumir halda
því fram, að börnin kæmu fyrr út í athafna-
lífið, ef skólagangan hæfist fyrr. Eru menn
þó ekki á eitt sáttir um það, hvort slíkt væri
æskilegt. Margir telja, að þar sé um þroska
að ræða, sem þarf sinn tíma og því sé ekki
um að ræða að stytta leiktímabil barnsins,
heldur nær að skapa barninu tíma til þroska
í félagslegu starfi í formi forskóla eða jafn-
vel innan vébanda leikskólanna. Hugsanlegt
væri líka að stofna til þess sérstaka leik-
skóla. Málið er í rannsókn og á tilrauna-
stigi, en sá hugsunarháttur er algengur, að
hið opinbera geti ekki öllu lengur vikið sér
undan að leysa vandamál 6 ára barna á við-
unandi hátt. Telja margir, að leggja beri
mikla áherzlu á að skapa börnunum betri
félagsleg þroskaskilyrði heldur en víða eru
í þéttbýlinu.
Skólanámið.
Á barnafræðslustiginu er skólanáminu
skipt niður í þrjú stig. Þau eru þessi:
1. Smábarnastig (7—9 ára börn).
2. Barnastig (10—12árabörn).
3. Unglingastig (13—-15 ára börn).
Á smábarna- og barnastiginu starfa
bekkjakennarar, en að jafnaði sérkennarar
á unglingastiginu. Á smábarnastiginu eru
engin skörp skil milli námsgreina og þær
grípa oft hver inn í aðra. Á barnastiginu eru
mörkin skarpari.
Nemendur lýðháskólans.
Þar hefst enskunám við 10 ára aldur og
á komandi hausti eiga börn í 3. bekkjum að
fá enskukennslu. Enskukennsla þessi fer
fram í leikformi, en ekki eftir bókum og
kemur það meðal annars til af því, að á þess-
um aldri skilja börnin ekki málfræðihugtök.
Við 13 ára aldur (7. bekk) bætast svo við
nokkrar námsgreinar og eru sumar bundnar
ákveðnu valgreinakerfi, en það hefur orðið
nokkuð þungt í skauti fyrir sænska skóla og
er talið að vel komi til greina að binda það
í fastari kjarna. I þessum 7. bekk eru 5 mis-
munandi valgreinakjarnar, en þegar komið
er í 8. bekk geta þeir orðið allt að 9. Ensku
og stærðfræði er ætíð þannig skipt, að nem-
endum er gefinn kostur á að velja um léttari
eða þyngri leið í náminu, sá möguleiki er
einnig fyrir hendi í þýzku og frönsku. Þeir
sem ætla sér áfram í menntaskóla taka að
jafnaði þyngri leiðina, sem talið er heppi-
legra.
Starfsfræðsla.
Starfsfræðsla er skyldugrein í 8. bekk og
er kennd í þriggja vikna námskeiðum. Börn-
in velja sér þá atvinnugrein og fara út til
hins almenna borgara. Sumir gerast þá t. d.
aðstoðarsveinar hjá rakara, bakara eða úr-
smið, en aðrir fara um tíma á bóndabæi og
HEIMILI OG SKOLI
33