Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 17
sem oft gleymist að athuga í upphafi eru börnin, sem finnsku fjölskyldurnar taka með sér í nýja dvalarlandið, sem ef til vill á eftir að verða nýtt föðurland. Þegar finnsku fjölskyldurnar koma til Svíþjóðar fá heimilisfeðurnir og raunar oft mæðurnar líka oftast atvinnu í verksmiðju strax. Foreldarnir kunna ekki sænsku fyrir, en í sambandi við vinnustaðinn eru oft skipulögð námskeið í sæns'ku handa þeim. Hvaða gagn þessi námskeið gera fer fyrst og fremst eftir áhuga og dugnaði Finnanna við að nema sænsku að loknum löngum og ströngum vinnudegi í nýju umhverfi, en einnig veltur talsvert á kennurunum, sem kenna sænskuna. Stundum verða þessi nám- skeið gagnleg fyrir innflytjendurnar, en oft mæta Finnarnir í sænskutíma aðeins vegna þess, að atvinnurekandinn óskar þess og borgar þeim fyrir það. Þegar svo stendur á verður árangurinn af kennslunni lítill sem enginn. Flytji fólk til borgar, þar sem engin nám- skeið hafa verið skipulögð, eru finnsku fjöl- skyldurnar enn verr settar, þar eð þær hafa þá aðeins sjónvarp og útvarp að treysta á hvað sænskuna snertir. Samtöl við vinnufé- laga geta mjög sjaldan bætt reglulegt mála- nám upp, sízt af öllu á vinnustöðum, þar sem hávaði vélanna yfirgnæfir allt venju- lgt samtal. Við getum ekki gert ráð fyrir, að Finnar sem flytja sem verkamenn sænskra eða ann- arra norrænna fyrirtækja hafi neinn sér- stakan undirbúning að byggja á hvað mála- nám snertir. Oft er finnska eina málið, sem fólkið kann og það hefur enga þjálfun í að læra erlend mál. Þetta er á engan hátt sagt finnsku verka- mönnunum til lasts, ástandið er eins í öllum þeim löndum, sem ég þekki til og hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera þannig. — Allt fólk getur ekki haft sérstakan áhuga á og hæfileika til að læra erlend mál, en skorti þetta tvennt er ekki hægt að búast við miklum árangri. Þegar við höfum gengið úr skugga um, að fjöldi finnskra feðra og mæðra kunna engin erlend mál, skulum við ekki gera ráð íyrir, að tilveran verði neitt sérstaklega auðveld hvað börnin þeirra snertir. Ef börn- in eru svo vel sett að flytja til annars nor- ræns lands áður en skólinn hefst, er ekki útilokað að þau læri nýja málið svo vel, að þau bjargi sér sæmilega gegnum skólann. Bezt gengur þetta, ef rúm finnst í leikskóla á nýja staðnum og foreldarnir sýna þá fyrir- hyggju að útvega börnunum leikjaaðstöðu í honum. Ekki er samt víst að svo vel fari. Margir finnskir foreldrar geta ekki einu sinni hringt á leigubílastöð á norrænu máli, þaðan af síður geta þau leitað uppi leik- skóla og rætt við forstöðufólk hans. Þetta ætti vitanlega að hvetja þjóðfélagið, sem tekur á móti innflytjendunum til að veita þeim aðstoð, sem getur aðlagað börnin að þeim skóla, sem á að verða skólinn þeirra. Ennþá erfiðari verður aðstaða þeirra barna, sem eru orðin svo gömul, að þau hafa byrjað á skólagöngu í Finnlandi og eru nú fyrirvaralaust flutt yfir í sænskan skóla. Stundum spyr maður sjálfan sig, hvor aðilinn muni verða örvæntingarfyllri, sam- vizkusami sænski kennarinn, sem ékki skil- ur orð af því, sem nýi nemandinn segir, eða nemandinn, sem enn er algerlega utan gáttr í nýja skólaumhverfinu. Við skulum samt gera ráð fyrir, að barn- ið sé verst sett, þar eð þessi litla manneskja á nú allt í einu að lifa lífinu í tveimur mis- HEIMILI OG SKÓLI 37

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.