Heimili og skóli - 01.04.1970, Qupperneq 19
kvæðan hátt. Oft og tíðum verða félags-
málastofnanirnar einu aðilarnir, sem reyna
að hjálpa þessu fólki en stundum liggur
leiðin líka áfram til sakamálastofnananna.
Þetta er dökk en því miður raunhæf mynd
af örlögum margra innflytjenda, ef ekki
tekst að finna ráð til að minnka vandann.
Eg ætla mér ekki þá dul, að ég geti bent
á leiðir sem örguglega dugi til að bjarga
hverju því barni, sem hefur hlotið það dap-
urlega hlutskipti að alast upp án eiginlegs
móðurmáls eða föðurlands. Það sem ég gæti
helzt hugsað mér til úrbóta eru kennarar,
sem hafa vald á báðum málunum og þó
einkum félagsráðgjafar, sem kunna bæði
málin og þekkja bæði vinnumarkað og skóla
í báðum löndunum.
Það sem ég tel einna nauðsynlegast er að
hjálpa fjölskyldunum að gera sér ljóst hvert
þær ætla að stefna. Þær leiðir sem mér virð-
ast færastar eru einkurn tvær. I fyrsta lagi
er hugsanlegt að foreldrarnir hverfi heim til
föðurlands síns meðan börnin eru nógu lítil
til þess að geta lært móðurmálið á eðlileg-
um tíma. Hin leiðin er að dvelja nógu lengi
í nýja landinu svo mál þess lands verði aðal-
mál barnanna. Mér er fullkomlega ljóst að
þetta getur valdið tilfinningalegum örðug-
leikum, en þá örðugleika verður hver fjöl-
skylda fyrir sig að glíma við og yfirvöld
landanna verða að aðstoða fjölskyldurnar
eftir mætti. Vandamálið er alþjóðlegt, en
vegna norræna vinnumarkaðarins verður
aðstaðan önnur innan Norðurlandanna en
utan þeirra.
Þessi endursagða grein er ekki skrifuð
með íslenzka lesendur í huga, en við nánari
íhugun fannst mér samt, að hún gæti orðið
þeim gagnlegt umhugsunarefni.
Aðstaða íslenzkra barna verður vitanlega
aldrei hin sama og þeirra finnsku, vegna
þess, að íslenzkum börnum reynist mun auð-
veldara að læra sænsku en finnskum börn-
um. Hinsvegar verða íslenzkir foreldrar að
gera sér grein fyrir því, að mikill munur er
á skólakerfi Islands og Svíþjóðar. Sem eitt
dæmi um mismunandi skólakerfi landanna
má nefna að framvegis hefst enskunám í 3ja
bekk barnaskóla í Svíþjóð og tungumála-
nám er bæði hvað kennslubækur og kennslu-
tæki snertir fullkomið. Kennsla í ýmsum
fræðum, ekki sízt félagslegum, er mikil í
Svíþjóð en nánast óþekkt á Islandi. Þetta
gerir það að verkum, að aldur barnsins seg-
ir ekki nema að nokkru leyti til um það hvað
liægt er að ætlast til, að það kunni. Væntan-
lega gildir hið sama um íslenzk börn og
finnsk að þau væru betur sett, ef þau hæfu
nám í leikskóla eða fyrsta bekk barnaskóla
heldur en ef þau hefja það síðar.
I umræðum íslenzkra blaða varðandi
dvöl í Svíþjóð hafa mörg veigamikil atriði
ekki komið í 1 jós. Eg skal ekki að sinni ræða
þessi mál frekar, en svo mikið þori ég að
segja a ðlokum, að bezt er að hugsa sig vand-
lega um áður en maður flytur í annað land,
ef börn eiga að vera með í förinni.
TIL GAMANS
Séía William Rodda, prestur í Salisbur/, hefur
leyft sóknarbörnum sínum að spila einstöku sinn-
um „Bingó“ í kirkjunni. Hann hefur aðeins gert
þá kröfu, að þegar einhver vinnur, hrópi hann ekki
„bingó“ heldur amen.
Þessi auglýsing birtist nýlega í Lundúnablað-
inu Daily Express: „Grænn páfagaukur, sem get-
ur talað, er til sölu við lágu verði vegna þess að
hann og eigandinn hafa ekki lengur sömu stjórn-
málaskcðanir."
HEIMILI OG SKOLI
39