Heimili og skóli - 01.04.1970, Page 21

Heimili og skóli - 01.04.1970, Page 21
leiðir. Sjúkdómarnir, sem koma í sambandi við sígarettureykingar eru krabbamein í lungum, hjarta- og æðasjúkdómar, þrálátt hmgnakvef og lungnaþemba. Sannanir fyrir þessu eru fjölmargar og óyggjandi. Sannleikurinn er sá, að áhrif reykinga á heilsufarið er meira rannsakað og betur rökstutt en flest annað í almenn- um heilbrigðismálum. Þetta eru engir smá- kvillar, þótt lungnakrabbameinið yfirgnæfi alla hina. Horfur á lækningu krabbameins í öðrum hlutum líkamans eru allgóðar finn- ist það nógu snemma. Krabbamein í lungum finnst yfirleitt ekki á byrjunarstigi. Aðeins 5% af fólki, sem lungnakrabbamein er greint hjá, er lifandi eftir 5 ár. Ætti að vera öllum Ijóst. Hvað sjálfan yður snertir skiptir öllu máli hvaða líkur séu til, að þér verðið fyrir þess- um geigvænlegu áhrifum sígarettunnar. Svarið byggist fyrst og fremst á því, hve mikið þér reykið, hitt er mismunandi og óútreiknanlegt, hvern sjúkdóminn þér fáið af reykingum og hvað þarf til að hann myndist. Það er þó nokkuð hægt að meta sjúkdómshættu einstaklinga, sérstaklega hvað snertir krabbameinið. Við vitum að tíundi hver stórreykingamaður fær lungna- krabbamein, lífshorfurnar má einnig bera saman. Þessi tafla segir sína sögu, hún sýn- ir geigvænleg áhrif reykinganna á dánar- tölurnar: Hundraðstala þeirra, sem eru 35 ára og mega búast við að deyja innan 65 ára aldurs. Þeir, sem ekki reykja sígarettur .... 15% Reykja 1—14 á dag................. 22% Reykja 15—24 á dag ............... 25% Reykja 25 og þar yfir ............ 33% Það hefur mikla þýðingu hve mikið er reykt, því með auknum sígarettufjölda eykst hættan á að fá alvarlega blóðrásar- eða lungnasjúkdóma. Hættan á lungnakrabba- meini er miklu minni ef menn reykja pípu og vindla, heldur en sígarettur. Hættan á dauða og örkumlum af reykingum er kald- ur veruleiki og þó margir reykingamenn sleppi við verstu afleiðingar reykinganna, geta þeir aldrei verið vissir um að vera meðal þeirra heppnu. Það er mikil freist- ing að treysta heppninni, og eins og frábær vísindamaður á þessu sviði sagði: Þeir, sem reýkja sígarettur eru haldnir meiri ódauðleikablekkingum en nokkrir aðrir menn. Hver einasti reykingamaður er hætt- unni ofurseldur og eina örygga ráðið til að ! ægja henni frá er að hætta reykingum. Sigurhorfur. Er þetta svo erfitt? Við þekkjum fólk, sem hefur reynt að hætta reykingum og gef- izt upp við það, en það er mikilsvert að minnast þess, að rannsóknir hér sem annars staðar leiða í ljós, að hvorki meira né minna en 25% af fólki, sem hefur einhvern tíma reykt, hefur hætt með öllu. Þeir, sem það hafa gert eru engar furðuskepnur með ein- hvern járnvilja eins og fólk viR vera láta, að- eins venjulegt fólk eins og við. Hin svo- HEIMILI OG SKÓLI 41

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.